Fara í efni

Brenna og flugeldasýning á Gamlárskvöld

Í ár verður áramótabrenna og flugeldasýning haldin í Garðinum á Gamlárskvöld í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis en í fyrra voru hátíðarhöldin í Sandgerði. Staðsetning: Á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg. Brennan hefst kl: 20.00 Flugeldasýning hefst kl: 20:15 Hleðsla áramótabrennu hefst á milli jóla og nýárs. Stranglega bannað er að setja efni á brennuna án leyfis. Björgunarsveitin getur tekið á móti örlitlu efni í viðbót. Fólk sem er með eldivið á brennuna getur haft samband við félaga í Ægi í síma 862 9800.

Breyting á gjaldskrá fyrir aðgang að sundlaugum

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að gera breytingar á gjaldskrá sundlauga, en undanfarin ár hafa íbúar Suðurnesjabæjar ekki greitt fyrir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins. Ákvörðun þessi kemur í kjölfar álits innvitaráðuneytisins. Niðurstaða álitsins er að samkvæmt við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar er sveitarfélögum ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu. Núgildandi íbúakort með gjaldfrjálsum aðgangi að sundlaugum sveitarfélagsins munu gilda til 5.febrúar 2025. Almenn verðskrá gildir fyrir alla gesti sundlauganna á aldrinum 18-67 ára. Verð á árskortum í sundlaugar Suðurnesjabæjar verður lækkað niður í 25.000 kr. og verða þessi kort seld með sérstökum 30% afslætti fram til 5.febrúar 2025. Öll börn á aldrinum 0-18 ára fá gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugunum. Alllir sundlaugagestir 67 ára og eldri fá einnig gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugunum.