Byggðasafnið á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga var fyrst opnað árið 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess.60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni sem var fæddur 30.desember 1923 og lést 16.desember 2018. Safnið hefur ýmsa muni að geyma t.d. gömul útvörp , og ýmis tæki og tól sem notuð voru á heimilum á fyrri árum. Stærsti hluti safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir sem voru notaðir við fiskveiðar og fiskverkun á landi. Á safninu er níu metra langur bátur með engeyjarlagi og var hann smíðaður árið 1887. Í sömu byggingu er svo veitingastaður með gott útsýni yfir stóra og litla vita og útsýni út á haf þar sem möguleiki er að koma auga á hvali.
Opið alla daga kl. 10-17 frá maí til september
Hægt er að panta heimsóknir frá október til apríl
Aðgangseyrir:
Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum.
- 18-66 ára ………………… 1000 kr.
- 67 ára og eldri …………….700 kr.
- Öryrkjar ……………………. 700 kr.
- Hópar, 10 manns eða fleiri, 700 kr. fyrir hvern gest
Heimsóknir hópa með leiðsögn utan afgreiðslutíma kosta 10.000 kr. auk 700 kr. pr. gest.
- Ath. framvísa þarf skilríkjum, ef beðið er um þau, varðandi aldur og örorkuskírteini.
- Íbúar með lögheimili í Suðurnesjabæ fá ókeypis aðgang að safninu með því að framvísa íbúaskírteini.
- Velkomið er að spyrja safnvörð í afgreiðslu eftir upplýsingum um safnið og safnmuni.
- Sarpur.is geymir ljósmyndir af gripum byggðasafnsins og upplýsingar um sögu og gefendur gripa.
The Heritage Museum at Garðskagi
Open from 10 a.m -17 p.m. every day from May - September
Admission fee:
- 18-66 years ………………… 1000 ISK
- 67 years and older …………700 ISK
- Disabled …………………….. 700 ISK
- Groups of 10 people or more …………… 700 pr. Guest
Group visits with guided tours outside opening hours 10,000 ISK plus 700 ISK pr. guest
- IDs must be presented if requested regarding age and disability certificate.
- You are welcome to ask the staff at the front desk for information about the museum and museum objects.
- Sarpur.is stores photographs of artefacts and information about the history and donors of artefacts.
Telephone +354 425 3008
Facebook and Instagram: Byggðasafn Garðskaga