Fara í efni

Byggðasafnið á Garðskaga

Byggðasafnið á Garðskaga var fyrst opnað árið 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess.60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni sem var fæddur 30.desember 1923 og lést 16.desember 2018. Safnið hefur ýmsa muni að geyma t.d. gömul útvörp , og ýmis tæki og tól sem notuð voru á heimilum á fyrri árum. Stærsti hluti safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir sem voru notaðir við fiskveiðar og fiskverkun á landi. Á safninu er níu metra langur bátur með engeyjarlagi og var hann smíðaður árið 1887. Í sömu byggingu er svo veitingastaður með gott útsýni yfir stóra og litla vita og útsýni út á haf þar sem möguleiki er að koma auga á hvali. 

Byggðasafnið á Garðskaga er opið frá 1. maí til 15.okt., kl. 10-17, alla daga vikunnar. 

Ekki er fastur opnunartími frá 16. okt. til 30. apríl.  Opið er á auglýstum viðburðum og velkomið að panta heimsókn á byggðasafnið í síma 425 3008, með tölvupósti byggdasafn@sudurnesjabaer.is og margret@sudurnesjabaer.is eða með skilaboðum á Facebook síðu safnsins.  Facebook og Instagram: Byggðasafn Garðskaga

 

The Heritage Museum on Garðskagi   

Open May 1st – October 15th.   

October 16th – April 30th, open by arrangement.   

Email: byggdasafn@sudurnesjabaer.is  or Facebook Messenger. 

Telephone +354 425 3008

Facebook and Instagram: Byggðasafn Garðskaga

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?