Byggðasafnið á Garðskaga
Byggðasafnið á Garðskaga var fyrst opnað árið 1995 og hefur verið starfrækt síðan. Safnið er alhliða byggða og sjóminjasafn og er sérstaða safnsins einstakt vélasafn þess.60 vélar eru á safninu sem eru allar uppgerðar af Guðna Ingimundarsyni sem var fæddur 30.desember 1923 og lést 16.desember 2018. Safnið hefur ýmsa muni að geyma t.d. gömul útvörp , og ýmis tæki og tól sem notuð voru á heimilum á fyrri árum. Stærsti hluti safnsins eru sjóminjar og ýmsir hlutir sem voru notaðir við fiskveiðar og fiskverkun á landi. Á safninu er níu metra langur bátur með engeyjarlagi og var hann smíðaður árið 1887. Í sömu byggingu er svo veitingastaður með gott útsýni yfir stóra og litla vita og útsýni út á haf þar sem möguleiki er að koma auga á hvali.
Opið alla daga kl. 10-17 frá maí til september
Hægt er að panta heimsóknir frá október til apríl
Frír aðgangur að safninu árið 2022.
Heimsóknir hópa með leiðsögn utan afgreiðslutíma kosta 10.000 kr. auk 700 kr. pr. gest.
- Velkomið er að spyrja safnvörð í afgreiðslu eftir upplýsingum um safnið og safnmuni.
- Sarpur.is geymir ljósmyndir af gripum byggðasafnsins og upplýsingar um sögu og gefendur gripa.
The Heritage Museum at Garðskagi
Open from 10 a.m -17 p.m. every day from May - September
Free Admission Fee 2022.
- Group visits with guided tours outside opening hours 10,000 ISK plus 700 ISK pr. guest
- You are welcome to ask the staff at the front desk for information about the museum and museum objects.
- Sarpur.is stores photographs of artefacts and information about the history and donors of artefacts.
-
Residents with legal domicile in Suðurnesjabær get free access to the museum by presenting a resident card.
Telephone +354 425 3008
Facebook and Instagram: Byggðasafn Garðskaga