Fara í efni

Fólk með fötlun

Skammtímavistun Heiðarholt

Skammtímavistun er ætlað að veita fötluðum börnum og ungmennum tímabundna dvöl til tilbreytingar eða til að létta álagi af aðstandendum. Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum einstaklingsins og fjölskyldunnar. Við matið er horft til fötlunar og þörf einstaklingsins fyrir aðstoð, sem og félagslegra aðstæðna fjölskyldunnar. Skammtíma-vistun er því ýmist reglubundin eða veitt til ákveðins tíma og er dvalartíminn breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins. Skammtímadvöl er staðsett á Heiðarholti 14 í Suðurnesjabæ, Garði.

Forstöðumaður: Eyrún Ösp Ingólfsdóttir | eyrun@sudurnesjabaer.is

Réttindagæsla

Fatlað fólk getur leitað til réttindagæslumanns með allt sem varðar réttindi þess, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður veitir stuðning og aðstoð við úrlausn mála.  

Þeir sem telja að brotið sé á réttindum fatlaðs fólks eiga að tilkynna það réttindagæslumanni. Hann getur einnig tekið upp mál að eigin frumkvæði. Starfsmönnum er skylt að veita réttindagæslumanni þær upplýsingar sem hann þarf vegna starfs síns. 

Fatlað fólk sem á erfitt með að gæta réttar síns getur valið sér persónulegan talsmann sem hjálpar því að koma óskum sínum á framfæri. Talsmaðurinn aðstoðar fólk við að gæta réttar síns og við önnur persónuleg málefni,  svo sem meðferð heilbrigðisstarfsmanna, val á búsetu, atvinnu, tómstundum og ráðstöfun fjármuna. 

Skilyrði fyrir því að verða persónulegur talsmaður er þekking á persónulegum þörfum og áhugamálum þess sem hann aðstoðar. Starf persónulegs talsmanns er ólaunað en hann fær endurgreiddan kostnað vegna starfa sinna.

Nánari upplýsingar á vef stjórnarráðsi

Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Megintilgangur akstursþjónustu fatlaðs fólks er að notendur hennar geti stundað vinnu, nám, hæfingu, þjálfun og tómstundir og notið heilbrigðisþjónustu. Akstursþjónustan er ætluð til afnota fyrir íbúa Suðurnesjabæjar og sv. Voga  sem eru andlega og/eða líkamlega skertir og geta ekki nýtt sér almenningsfarartæki.

Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Umsókn um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Búseta fyrir fólk með fötlun

Fötluðu fólki stendur til boða úrræði og þjónusta í búsetumálum. Í Suðurnesjabæ er fimm íbúða búsetukjarni að Lækjamótum. Um er að ræða heimili með sólahringsþjónustu og þjónustan aðlöguð miða við þarfir íbúða. Auk þess er búsetuþjónusta veitt á heimilum fólks að undangengu mati á þjónustuþörf og miðast er við að mæta þörfum hvers og eins og útfærð eftir þörfum til að styðja fatlaða einstaklinga í daglegu lífi þeirra, virkja það til þátttöku í samfélaginu og styrkja það til að hafa áhrif á eigið líf. Réttur til að komast á biðlista eftir íbúð í búsetukjarna er háð niður stöðu mats á stuðningsþörf (SIS). Sótt er um búsetuþjónustu á tilgerðu eyðublaði.

 Forstöðumaður búsetuþjónustu: Agnar Júlíusson | agnar@sudurnesjabær.is

Sérfræðiráðgjöf

Markmið sérfræðiteymis er að veita sérhæfða þjónustu vegna fötlun barns. Sérfræðiteymið veitir ráðgjöf og stuðning við einstaklinga, börn og fjölskyldu þess.  Þörf fyrir þjónustu er metin út frá fötlun barns, aðstæðum þess og fjölskyldu. Þjónustan fer fram á heimili fjölskyldunnar eða þar sem barnið dvelur. Í sérfræðiteyminu starfa einstaklingar með menntun í þroskaþjálfafræðum eða sambærilegu námi.

Umsókn um sérfræðiráðgjöf

Liðveisla

Félagleg liðveisla er persónulegur stuðningur og aðstoð sem einkum miðar að því að draga úr félagslegri einangrun og styrkja fólk til þátttöku í menningar- og félagslífi. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum. Liðveisla er aðalega veitt fötluðum börnum, sem og fullorðnu fötluðu fólki. Einstaklingar sem eiga í erfiðleikum sem jafna má við fötlun og eru félagslega einangruð geta einnig átt rétt á félagslegri liðveislu. 

Umsókn um félagslega liðveislu fullorðnir

Umsókn um félagslega liðveislu börn

Stuðningsfjölskyldur

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga kost á stuðningsfjölskyldu sem hefur það hlutverk að taka barnið í umsjá sína í skamman tíma til að létta álagi af fjölskyldu þess og auka félagslega þátttöku barnsins. Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum barns og fjölskyldu. Við matið er horft til fötlunar barnsins og umönnunarþarfir, sem og félagslegri aðstæðna fjölskyldunnar. Að jafnaði eru veittir tveir sólahringar á mánuði í dvöl hjá stuðningsfjölskyldu og er hún samningsbundin til ákveðins tíma.

Reglur um þjónustu stuðningsfjölskyldna

Umsókn um stuðningsfjölskyldu

Umönnunargreiðslur

Markmið umönnunargreiðslna er að veita fjárhagslegan stuðning til framfærenda fatlaðra og/eða langveikra barna auk barna með þroskaraskanir. Þetta er félagsleg aðstoð sem veitt er þegar umönnun er krefjandi og kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, meðferðar og þjálfunar er orðinn umtalsverður.

Matið byggist á upplýsingum úr læknisvottorði og frá foreldrum. Tekið er mið af fötlun barnsins og þeirri þjónustu sem það nýtur utan heimilis. Við ákvörðun á umönnunarmati er tekið tillit til umönnunarþyngdar og sérstakra útgjalda sem skapast vegna fötlunar barnsins.

Umönnunarmat getur verið frá fæðingu barns og til 18 ára aldurs. Umönnunargreiðslur eru skattfrjálsar og greiddar út fyrirfram í byrjun mánaðar.

Sótt er um umönnunargreiðslur til Tryggingastofnunar ríkisins. Ráðgjafi félagsþjónustunnar vinnur síðan umsögn og gerir tillögur að umönnunarmati. Endanleg ákvörðun umönnunarmats er ávallt Tryggingastofnunar ríkisins og annast hún allar greiðslur þess efnis. Umönnunargreiðslur eru samþykktar til ákveðins tíma og endurmetnar með reglulegu millibili.

 Frekari upplýsingar á vef Tryggingastofnunar ríkisins 

 NPA/notendastýrð persónuleg aðstoð 

NPA er þjónustuform sem ætlað er að uppfylla þarfir fatlaðs fólks fyrir aðstoð heima og úti í samfélaginu. Þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og undir verkstjórn hans.

Með því að gera samning um NPA fær notandi greiðslur í stað þjónustu, velur aðstoðarfólk, er verkstjórnandi og ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist.

Grundvallarskilyrðu fyrir samningi um NPA er að þjónusta sem veitt er á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga fellur niður. NPA kemur í stað þessara þjónustuþátta.

Ráðgjafar hjá félagsþjónustu Suðurnesjabæjar taka á móti umsóknum og veita upplýsingar og ráðgjöf varðandi ferli umsókna.

Reglur Suðurnesjabæjar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk

Umsókn um NPA

Styrkur til náms og tækjakaupa fatlaðs fólks

Styrkjum, sem eru veittir samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, er ætlað að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Styrkir eru annars vegar námsstyrkir fyrir námskeiðsgjöldum, skólagjöldum og námsgögnum og hins vegar styrki vegna verkfæra- og tækjakaupa til að skapa atvinnutækifæri.

Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári og taka úthlutanir mið af fjárhagsáætlun og fjölda umsókna hverju sinni.

Umsókn um styrk til náms og verkfærakaupa fatlaðs fólks

Getum við bætt efni síðunnar?