Fara í efni

Sandgerðishöfn

Sandgerðishöfn hefur gengist undir miklar endurbætur á undanförnum misserum en nýir varnargarðar hafa verið byggðir og eldri breikkaðir auk þess  sem höfnin sjálf og innsiglingarrennan hafa verið dýpkaðar.

Nú eru þar:
  • 5 flotbryggjur með rými fyrir 70 litla báta.
  • 6 löndunarkranar með snjóbræðslukerfi í bryggjugólfi.
  • Viðlegurými um 290 m. við Norðurgarð og 240 m. við Suðurbryggju.
  • Aðgangur að heitu og köldu vatni og rafmagni (10/125A). 
  • Ísverksmiðja þar sem ísnum er blásið beint um borð í skip.

Öll helsta þjónusta er staðsett við höfnina, s.s. vélsmiðja, verslun með útgerðarvörur á línu- og netagerð og verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og breytingum á smærri plastbátum auk fjölda annarra. Í Sandgerði er staðsett fullkomnasta björgunarskip SVFÍ, Hannes Þ. Hafsteinn. Þessi aðbúnaður hefur skipað Sandgerðishöfn í röð mestu fiskihafna landsins.

Rás 12 er fjarskiptarás við höfnina

Skrifstofa verkefnisstjóra hafnarinnar:
Hafnarstjóri:
Getum við bætt efni síðunnar?