Fara í efni

Sandgerðishöfn

Sandgerðishöfn er meðalstór fiskihöfn. Þar er aðstaða fyrir allt að 60 metra löng skip með allt að 7 metra djúpristu.

Nú eru þar:
  • 4 flotbryggjur með rými fyrir 70 litla báta.
  • 5 löndunarkranar með snjóbræðslukerfi í bryggjugólfi.
  • Viðlegurými um 290 metrar við Norðurgarð og 240 metrar við Suðurbryggju.
  • Aðgangur að heitu og köldu vatni og rafmagni (10/125A). 
  • Ísverksmiðja er á hafnarsvæðinu og er ísnum blásið í kör til afgreiðslu um borð í skip og báta.
  • Í Sandgerðishöfn er afgreiðsla með eldsneyti frá N1, Skeljungi og Olís.
  • Í Sandgerði er starfræktur öflugur fiskmarkaður og löndunarþjónusta á vegum FMS. Markaðurinn sér um afgreiðslu á ís.

Í Sandgerði er meðal annars góð vélsmiðja, verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og breytingum á smærri plastbátum og verslun með matvöru.
Í Sandgerði er staðsett björgunarskip SVFÍ, Hannes Þ. Hafsteinn auk slöngubáta.
Þessi aðbúnaður auk nálægðar við góð fiskimið hafa skipað Sandgerðishöfn í röð bestu fiskihafna landsins.

Rás 12 er fjarskiptarás við höfnina.

Vaktsími hafnar er: 893-9077.

Hámarkshraði innan hafnar er 3 sjómílur eða á samankúpluðu.

Hafnarskrifstofan er opin sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00
Skrifstofan er lokuð á helgum og helgidögum.
Í neyð er hins vegar alltaf opnað ef á þarf að halda.

Hafnarstjóri:

Yfirhafnarvörður:

Getum við bætt efni síðunnar?