Fara í efni

Húsnæðisáætlun

Húsnæðisáætlunin er hugsuð sem leiðarvísir til fjögurra ára um húsnæðismál í Suðurnesjabæ. Áætlunin snertir beint á bæði skipulagsmálum og velferðarmálum í sveitarfélaginu og getur haft mótandi áhrif á framkvæmd þeirra málaflokka. Sveitarstjórnir annast framkvæmd laga um almennar íbúðir og er sú skylda höfð til hliðsjónar við gerð áætlunarinnar.

Helstu forsendur sem liggja til grundvallar eru gildandi skipulagsáætlanir, sóknaráætlun landshlutans ásamt greiningu á tölfræði Hagstofunnar um félags-hagfræðilega stöðu og lýðfræði sveitarfélagsins.

Getum við bætt efni síðunnar?