Fara í efni

Refa- og minkaveiði

Reglur um veiðar á minkum og refum gilda innan sveitarfélagamarka Suðurnesjabæjar.

Um veiðar þessar gilda ákvæði laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, auk reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, einkum reglugerð nr. 437/1995 , um refa- og minkaveiðar með síðari breytingum á reglugerðum.

Ráðinn veiðimaður komi sér sjálfur upp búnaði til veiðanna. Búnaðurinn skal ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir. Sé komið fyrir gildrum skal það gert þannig að öðrum dýrum stafi ekki hætta af.

Refaveiðar:
  • Refaveiði er einungis heimil á veiðitímabili frá 1. ágúst til 30. apríl.

Almennt séð er ekki hlutast til um refaveiði í Suðurnesjabæ nema komi til sérstakra aðstæðna. Greiðsla vegna refaveiði er takmörkunum háð og einungis ráðnum veiðimönnum er greitt fyrir refaveiði í sveitarfélaginu.

Minkaveiðar:
  • Heimilt er að veiða mink allt árið.

Sveitafélagið ræður veiðimenn til hefðbundinnar minkaleitar í sveitarfélaginu. Skulu þeir almennt að jafnaði veiða á tímabilinu 20. apríl til 30. júní og vera til reiðu ef vandamál koma upp.

Reglur um refa og minkaveiði í Suðurnesjabæ
Getum við bætt efni síðunnar?