Fara í efni

Refa- og minkaveiði

Reglur um veiðar á minkum og refum gilda innan sveitarfélagamarka Suðurnesjabæjar.

Um veiðar þessar gilda ákvæði laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðari breytingum, auk reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, einkum reglugerð nr. 437/1995 , um refa- og minkaveiðar með síðari breytingum á reglugerðum.

Ráðinn veiðimaður komi sér sjálfur upp búnaði til veiðanna. Búnaðurinn skal ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir. Sé komið fyrir gildrum skal það gert þannig að öðrum dýrum stafi ekki hætta af.

Refaveiðar:
  • Refaveiði er einungis heimil á veiðitímabili frá 1. ágúst til 30. apríl.

Almennt séð er ekki hlutast til um refaveiði í Suðurnesjabæ nema komi til sérstakra aðstæðna. Greiðsla vegna refaveiði er takmörkunum háð og einungis ráðnum veiðimönnum er greitt fyrir refaveiði í sveitarfélaginu.

Minkaveiðar:
  • Heimilt er að veiða mink allt árið.

Sveitafélagið ræður veiðimenn til hefðbundinnar minkaleitar í sveitarfélaginu. Skulu þeir almennt að jafnaði veiða á tímabilinu 20. apríl til 30. júní og vera til reiðu ef vandamál koma upp.

Reglur um minka og refaveiðar í Suðurnesjabæ

Reglur þessar gilda um veiðar á mink og ref innan Suðurnesjabæjar. Um veiðar þessar gilda ákvæði laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, auk reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim, einkum reglugerð nr. 437/1995, um refa- og minkaveiðar með breytingarreglugerð 207/1997 og nr. 879/2014. Varðandi umgengni um veiðisvæði gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013 og reglugerð nr. 528/2005 og aðrar viðlíka.

Suðurnesjabær greiðir einungis fyrir minka og refaveiðar samkvæmt skriflegum samningi við veiðimenn.

0. Umsókn

Mögulegt er að sækja um að gerast veiðimaður Suðurnesjabæjar með sérstakri umsókn sem skal berast Suðurnesjabæ á tímabilinu 1. febrúar til 30. mars ár hvert. Sótt er um með útfyllingu á eyðublaði merktu „Umsókn um að gerast veiðimaður“ sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.sudurnesjabaer.is

1. Grenjavinnsla

Skipting veiðisvæða í Suðurnesjabæ er eftirfarandi:

  • Svæði 1. Sandgerði
  • Svæði 2. Garður

Suðurnesjabær heldur skrá (nafn grenis og GPS skráningu) yfir þekkt greni og önnur gögn er lúta að grenjaleit. Skrá yfir greni á hverju svæði skal unnin af sveitarfélaginu í samvinnu við veiðimenn og upp úr gögnum sem þeim er skylt að skila til sveitarfélagsins skv. reglum þessum. Ráðnir veiðimenn skulu uppfæra grenjaskrár ef ný greni finnast.

1.1 Veiðar

Ráðinn veiðimaður sér sjálfur um búnað til veiðanna. Búnaður skal vera í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Sé komið fyrir gildrum skal það gert þannig að fólki eða öðrum dýrum stafi ekki hætta af. Ekki er ætlast til að sérstaklega sé leitað að nýjum refagrenjum nema einhverjar sérstakar ástæður séu þar um. Mælst er til að veiði á mink sé markvisst stunduð á veiðitímabilinu þar sem markmiðið er stefnuföst fækkun í dýrastofni minks á svæðinu.

1.2 Veiðimenn

Suðurnesjabær ræður veiðimenn til minka-og refaveiða í sveitarfélaginu og gerir við þá skriflega samninga. Samningar eru einungis gerðir við þá sem hafa gilt veiðikort. Samningsbundnir veiðimenn Suðurnesjabæjar gangast við því að bregðast við svo fljótt sem auðið er komi ósk frá bæjarfélaginu um að bregðast þurfi við ágangi dýra hverju sinni.

1.3 Veiðitímabil

Grenjaveiðitímabil er frá 1. maí til og með 31. júlí ár hvert. Veiðitímabil á hlaupadýrum er frá 1. ágúst til og með 30. apríl ár hvert. Samningar um grenjavinnslu eru gerðir fyrir lok apríl ár hvert, utan þess tíma eru ekki gerðir nýir samningar.

1 .4 Greiðslur

Einungis samningsbundnum veiðimönnum er greitt fyrir veiðar á ref og mink. Sveitarfélagið greiðir samningsbundnum veiðimönnum fyrir veiðar sem hér segir:

Refir:

  • Á grenjatíma: Refir kr. 6.000 á dýr (fullorðin og yrðlinga).
  • Greitt er kr. 6.000 fyrir upplýsingar um GPS hnit á nýju refagreni.

Minkar:

  • Á grenjatíma: Minkar kr. 6.000 á dýr (fullorðin og yrðlinga).Engin greinamunur er gerður á dýrum.

Verð eru án vsk. og ekki er greitt sérstakt tímagjald, akstur ásamt né er um að ræða neitt aukaálag.

1.5 Skil og skiladagar

Skila skal skottum af unnum dýrum ásamt fylgigögnum. Til þessa ber að nota sérstakar bækur frá Umhverfisstofnun eða með sambærilegum eyðublöðum. Þar skal koma fram veiðidagur, veiðitími, veiðiaðferð, kyn og litur dýrs. Ávallt skal skrá hvar dýr var veitt til að hægt sé að átta sig á fjölda dýra á svæðinu.

Skila skal öllum skottum úr hverju refagreni fyrir sig í sér plastpoka ásamt merkingum um hvar grenið var staðsett.

Veiðimanni ber að skila til sveitarfélagsins sundurliðuðum reikningi vegna veiðanna. Veiðimönnum er skylt að skila GPS punktum af þeim refagrenjum sem þeir leita á og skýrslu um grenjaleit þar sem fram komi hvaða daga þeir leiti á hvaða greni hvort einhver dýr eru unnin og skrá tíma.

Skila skal öllum minkaskottum í plastpoka.

Skil á skottum og upplýsingum vegna grenjaleitar skal skil til sveitarfélagsins fyrir 1. september ár hvert.

Séu skil á skýrslum og eða önnur atriði ekki í lagi verður ekki greitt fyrir grenjavinnslu.

1.6 Annað

Vakin er athygli á því að á grenjaveiðitímabili sem er frá 1. maí til 31. júlí ár hvert er samkvæmt reglugerð no. 437/1995 ásamt síðari breytingum, eingöngu ráðnum veiðimönnum heimilt að stunda refaveiðar og þá eingöngu á því svæði sem þeir eru ráðnir á.

Þó geta bændur og æðarræktendur eða aðilar á þeirra vegum skotið refi og minka sem búfénaði eða æðarvarpi stafar bein hætta af. Skal viðkomandi tilkynna umhverfissviði sveitarfélagsins um slíka veiði svo fljótt sem auðið er, fyrir þau dýr skal greitt samkvæmt verðskrá.

Veiðimenn verða að uppfylla sömu kröfur og lúta sömu reglum og gerðar eru til ráðinna veiðimanna og kveðið er á um í reglum þessum, s.s. með skýrsluskil, skil á skottum og öðrum gögnum.

2. Vetrarveiði/Hlaupadýr

2.1. Fyrirkomulag veiði og tímabil

Veiðimenn skulu ávallt hafa leyfi landeiganda til vetrarveiða til að fá greitt fyrir hlaupadýr / vetrarveidd dýr. Veiðimenn skila skýrslu um hvar og hvenær dýr eru veidd auk kyns og litar dýrsins.

Veiðitímabil á hlaupadýrum er frá 1. ágúst til 30. apríl.

Veiðimenn skila skottum og skýrslum fyrir 1. september ásamt fullnaðarskilum á upplýsingum eins og áður kemur fram. 2.2. Útburður á æti Vanda skal til verka við útburð á æti. Hafa skal hæfilega vegalengd milli staða sem borið er út á. Staðsetning og frágangur ætis má ekki valda öðrum sem um landið fara ama eða leiðindum, jafnframt skal staðsetning útburðar vera í samráði við fulltrúa Suðurnesjabæjar, auk þess sem skriflegt samþykki landeiganda þarf að liggja fyrir. Fjarlægja skal æti og allar leifar þess um leið og hætt er að stunda veiðina.

Veiðimaður skal hafa samráð við aðra veiðimenn þegar borið er út æti.

2.3. Greiðslur vegna hlaupadýra

Greiðslur vegna hlaupadýra eru þær sömu og fram kemur í grein 1.4 í reglum þessum.

Öll sú veiði afmarkast einungis við landsvæði innan Suðurnesjabæjar.

Séu skil á skýrslum og eða önnur atriði ekki fullnægjandi eða ekki í lagi verður ekki greitt fyrir veiði

Getum við bætt efni síðunnar?