Heilbrigðiseftirlit og dýrahald
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HES) starfar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. HES hefur eftirlit með matvælavinnslu, íbúðarhúsnæði, veitinga- og gistihúsum, mengandi starfsemi, íþrótta-, heilbrigðis og menntastofnunum, baðstöðum sem og hunda og kattahaldi á Suðurnesjum.
Starfssvæði embættisins:
- Reykjanesbær
- Suðurnesjabær
- Grindavík
- Sveitarfélagið Vogar
- Keflavíkurflugvöllur
Hunda og kattahald
Á Suðurnesjum eru í gildi sérstakar samþykktir um hunda- og kattahald. Eigendur hunda og katta skulu afla sér leyfis hjá embættinu fyrir hvert dýr í þeirra umsjá. Eigendum dýranna ber að hlýta þeim samþykktum sem í gildi eru.
Hundaeigendum er sérstaklega bent á að lausaganga hunda er bönnuð.
Hér að neðan má sjá reglugerðir og fleiri upplýsingar um hunda og kattahald.