Fræðsluþjónusta
Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar heyrir undir fjölskyldusvið og starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008, lögum um grunnskóla nr.91/2008 og reglugerð nr. 584/2010. Fræðsluþjónustan veitir börnum, foreldrum og starfsfólki skóla stuðning með það að markmiði að valdefla skóla í faglegu starfi til að sinna fjölbreyttum þörfum barna á skólaaldri. Þetta er gert með snemmtækri íhlutun, greiningu, ráðgjöf og námskeiðum, eftir því sem við á. Ferli tilvísana til fræðsluþjónustu er unnið í samvinnu við foreldra og kennara.
Leikskólar
Leikskólinn er fyrsta skólastigið og upphaf skólagöngu barna. Í Suðurnesjabæ starfa tveir leikskólar sem eru sjálfstætt starfandi og njóta styrkja frá sveitarfélaginu. Gefnarborg er rekinn af Sunnugarði ehf. og Sólborg af Skólar ehf.
Leikskólarnir starfa eftir lögum um leikskóla nr. 90/2008, reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 655/2009 og aðalnámskrá. Í henni kemur fram fagleg stefnumörkun og lýsing á sameiginlegum markmiðum og kröfum sem eiga við um allt leikskólastarf.
Innritun í leikskóla
Grunnskólar
Samkvæmt lögum um grunnskóla bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskóla og kostnaði hans. Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang í sína hverfisskóla. Nám í grunnskólum Suðurnesjabæjar er nemendum að kostnaðarlausu. Í Suðurnesjabæ eru reknir tveir grunnskólar, Gerðaskóli og Sandgerðisskóli, með bekkjardeildum frá 1. til 10. bekk. Leiðarljós skólastarfs í Suðurnesjabæ er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfið við heimili.
Frístundaheimili skóla
Frístundaheimili eru starfrækt við báða grunnskóla Suðurnesjabæjar þar sem 6 til 9 ára börnum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að skóladegi lýkur. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.
Skráning fer fram í gegnum vefsíðu grunnskólana. Börn sem eru að hefja grunnskólagöngu hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum Suðurnesjabæjar.
Opnunartími
Frístundaheimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 16:15 alla virka daga. Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum og nánari upplýsingar sendar foreldrum og forráðamönnum áður en að þeim kemur. Frístundaheimilin eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólanna.
Þjónusta við börn með sérþarfir
Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð við frístundaheimili Sandgerðisskóla. Börnum úr báðum skólum er boðið að nýta sér þá þjónustu í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila sem tengjast börnunum.
Talmeinaþjónusta
Hjá Suðurnesjabæ er starfandi talmeinafræðingur sem sinnir ráðgjöf vegna vægari frávika og raskana hjá börnum og ungmennum skv. samkomulagi sem ríki og sveitarfélög gerðu með sér árið 2014. Þjónustan er skilgreind sem hluti af menntun þeirra nemenda sem þjónustuna nýta. Talþjálfun barna og ungmenna með alvarlegri raskanir er á hendi heilbrigðiskerfis og greiða skjólstæðingar hluta af kostnaði eins og ákvarðast í lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008. Auk þess að gera athuganir á börnum í leik- og grunnskólum veitir talmeinafræðingur starfsfólki og foreldrum ráðgjöf. Ferli tilvísana til talmeinafræðings er unnið í samvinnu við foreldra og kennara eða aðra starfsmenn skóla.
Dagforeldrar
Dagforeldrar í Suðurnesjabæ eru sjálfstætt starfandi en fá starfsleyfi samkvæmt ákveðnum skilyrðum og eru háðir reglulegu eftirliti umsjónaraðila. Eftirlit með starfsemi dagforeldra er í samræmi við 35. grein reglugerðar 907/2005 og felst það í reglulegum óboðuðum heimsóknum til hvers og eins dagforeldris. Fjöldi barna hjá hverju dagforeldri má mest vera fimm börn samtímis.
Innritun
Foreldrar hafa sjálfir samband við dagforeldra þegar leitað er eftir plássi fyrir barnið. Mælt er með að foreldrar tali við tvo eða fleiri dagforeldra áður en ákvörðun um vistun er tekin.
Skilmálar
Gagnkvæmur uppsagnarfrestur gæslusamnings milli foreldra og forráðamanna og dagforeldris er einn mánuður og skal uppsögn miðast við fyrsta eða 15. hvers mánaðar. Fyrsti gæslumánuður telst vera reynslutími.
Gjaldskrá
Dagforeldrar eru með eigin gjaldskrá en Suðurnesjabær greiðir niður daggæsluna samkvæmt ákveðnum reglum.
Vakin er athygli á að foreldrar og forráðamenn barna í daggæslu eru í bestu aðstöðunni til að fylgjast með starfseminni þar sem þeir eru í daglegu sambandi við gæsluaðila. Ef upp koma atriði sem einstaklingar eru ósáttir við varðandi daggæsluna er foreldri og forráðamaður barns hvatt til þess að leita lausna í samráði við dagforeldri. Ef áhyggjur af heilsu barns eða aðbúnaði í daggæslunni koma upp ber að snúa sér til fræðsludeildar Suðurnesjabæjar.
Ákvörðun um vistun barns hjá dagforeldri er alltaf á ábyrgð foreldra.
Skyldur dagforeldra
Dagforeldri ber ábyrgð á barni á meðan á dvöl hjá því stendur og skal hlúa að andlegri og líkamlegri velferð þess í víðtækasta skilningi. Þetta á jafnt við um fæðuval, leiki, leikföng, hreyfingu, útiveru, tilfinningalíf og félagslega líðan barns. Dagforeldri ber að upplýsa foreldra og forráðamenn um hvernig dagurinn gengur fyrir sig og veita allar þær upplýsingar sem viðkoma barninu.
Skyldur foreldra og forráðamanna
Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn kynni sér vel aðstæður hjá dagforeldri og hvernig daggæslunni verði háttað. Þeir skulu upplýsa dagforeldri hverjar séu daglegar venjur barnsins og að sama skapi skal dagforeldri upplýsa um dagsskipulag s.s. matarræði, svefntíma og leik- og svefnaðstöðu.
Mikilvægt er að foreldrar virði umsaminn vistunartíma og láti vita ef einhver annar en foreldri sæki barnið.
Foreldrum ber að tilkynna dagforeldri um tilfallandi veikindi barns og óheimilt er að koma með veikt barn í daggæslu. Einnig skulu foreldrar upplýsa dagforeldri um breytingar sem á högum barns verða sem geta haft áhrif á líðan þess. Í samskiptum sínum við dagforeldri skulu foreldrar virða það að um heimahús er ræða.