Skólaþjónusta
Skólaþjónusta Suðurnesjabæjar veitir þjónustu í samræmi við áherslur sem fram koma í reglugerð skólaþjónustu sveitarfélaga nr. 444 frá árinu 2019 og heyrir undir Mennta- og tómstundasvið. Skólaþjónustan mótast af heildarsýn á aðstæður og hagsmuni barns og veitir börnum, foreldrum / forsjáraðilum og starfsfólki skóla þverfaglega ráðgjöf og þjónustu með hagsmuni barns að leiðarljósi. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, ráðgjöf og stuðning.
Hjá skólaþjónustu sveitarfélagsins starfa sálfræðingar, talmeinafræðingur og kennsluráðgjafar og geta stjórnendur skóla, í samráði við sérfræðinga á Mennta- og tómstundasviði, óskað eftir aðkomu þeirra þar sem þörf er á.
Frekari upplýsingar veitir Heiða Ingólfsdóttir verkefnastjóri á Mennta- og tómstundasviði.