Forvarnir
Forvarnir í Suðurnesjabæ fela í sér fjölbreyttar aðgerðir sem beinast að samfélaginu í heild, hópum og einstaklingum. Markmið þeirra er að stuðla að heilsu, hamingju og velferð barna, ungmenna og fullorðinna. Með því að leggja áherslu á forvarnir er Suðurnesjabær að skapa öruggt og styðjandi umhverfi þar sem einstaklingar fá tækifæri til að þroskast og dafna. Forvarnarstarfið nær yfir svið eins og heilsueflingu, félagslega vellíðan, fræðslu og stuðning við fjölskyldur, og leggur grunn að sterkara og heilbrigðara samfélagi í Suðurnesjabæ.
Forvarnarhópurinn Sunna
Forvarnarhópurinn Sunna er samráðshópur um forvarnir í Suðurnesjabæ og Vogum. Hópurinn hittist reglulega og vinnur í samvinnu við ýmsa aðila í sveitarfélaginu. Í hópnum eru fulltrúi félagsþjónustu Suðurnesjabæjar, tveir fulltrúar frá lögreglu, þrír skólastjórnendur, einn frá hverjum skóla í Suðurnesjabæ og Vogum, Íþrótta- og tómstundafulltrúi Suðurnesjabæjar og Voga og forstöðumenn félagsmiðstöðva.