Fara í efni

Bæjarráð Suðurnesjabæjar

Bæjarráð Suðurnesjabæjar er skipað þremur fulltrúum og einum áheyrnafulltrúa.

 

Bæjarráð
  • Anton K. Guðmundsson formaður (B) ¦ anton@sudurnesjabaer.is
  • Magnús Sigfús Magnússon (D)  ¦ magnussigfus@sudurnesjabaer.is
  • Jónína Magnúsdóttir (O)  ¦ jonina@sudurnesjabaer.is
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson (S)  ¦ sigursveinn@sudurnesjabaer.is

Hlutverk bæjarráðs

Hlutverk bæjarráðs er m.a. að hafa eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess auk þess að semja drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggja fyrir bæjarstjórn. Þá sér bæjarráð um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir bæjarstjórn til meðferðar og afgreiðslu svo sem sveitarstjórnarlög mæla fyrir um. Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar semur kjörskrá vegna almennra kosninga, fjallar um athugasemdir, gerir nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurðar um ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi.

Bæjarráð Suðurnesjabæjar fer með verkefni jafnréttisnefndar skv. 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, verkefni hafnarstjórnar Sandgerðishafnar skv. 10. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og málefni atvinnumála. 

Bæjarráði er heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina, en meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer bæjarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella. Þá er heimilt að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu einstakra mála sem samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins hafa áður komið til umfjöllunar annarra nefnda sveitarstjórnar. 

Getum við bætt efni síðunnar?