Fara í efni

Skipulag í kynningu

Tillaga að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034. 

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember 2022 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034 ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum á vef Suðurnesjabæjar sudurnesjabaer.is frá og með 9. nóvember 2022 til 23. desember 2022. Einnig er hægt að nálgast tillöguna á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma með ábendingar og gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 23. desember 2022.

Athugasemdum skal skilað á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 - Auglýsing“ fyrir 23. desember 2022. Athugasemdir má einnig senda í bréfi á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Breyting á aðalskipulagi í landi Gauksstaða - Verkefnislýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 – 2030. 

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Breytingin felst í breytingu á skilgreiningu svæðis frá skilgreindri notkun opins svæðis í núgildandi aðalskipulagi í skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis í landi Gauksstaða, þar sem stefnt er að uppbyggingu gistirýma til útleigu fyrir ferðaþjónustu.

Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is, ásamt því að vera aðgengileg í anddyri bæjarskrifstofu og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist skriflega eigi síðar en fimmtudaginn 10. nóvember 2022.

Athugasemdir og ábendingar skulu berast með tölvupósti á sigurdur@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga. 

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. maí 2022 að auglýsa og kynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Garðskaga samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010, samhliða aðalskipulagsauglýsingu.

Núverandi deiliskipulagssvæði er vestast á Garðskaga og býr að nálægð við hafið, vitana tvo og byggðasafnið ásamt gamla vitavarðarhúsinu. Tillaga að deiliskipulagi gerir ráð fyrir að svæðið sé stækkað og komið fyrir nýrri aðstöðu sunnan Skagabrautar, þar sem m.a. verði heilsulind með baðlóni og veitingastað og möguleiki fyrir tjaldsvæði. Þessi aðstaða samnýtist svæði norðan Skagabrautar, þar sem byggingarreitur fyrir byggðasafnið er stækkaður ásamt skilgreiningu aksturs og gönguleiða og möguleika á frekari nýtingu svæðisins til útivistar og fræðslu.

Tillagan er aðgengileg í fylgiskjölum á vef Suðurnesjabæjar sudurnesjabaer.is frá og með 9. nóvember 2022 til 23. desember 2022. Einnig er hægt að nálgast tillöguna á skrifstofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.

Athugasemdum skal skilað á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir yfirskriftinni „Deiliskipulag Garðskaga - Auglýsing“ fyrir 23. desember 2022. Athugasemdir má einnig senda í bréfi á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Deiliskipulagstillaga vegna Gerðatúns Efra.

Þann 20. apríl 2022 var auglýst tillaga að deiliskipulagi á reit íbúðarsvæðis milli Melbrautar og Valbrautar í Garði.  Í auglýsingunni er vakin athygli á því að þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillöguna og koma á framfæri athugasemdum og ábendingum með skriflegum hætti á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is.

Nokkur umræða hefur farið fram um þetta mál m.a. á samfélagsmiðlum og þykir ástæða til að koma eftirfarandi á framfæri að gefnu tilefni.

Aðdragandi að því að umrædd tillaga að deiliskipulagi hefur verið auglýst er að á fundi framkvæmda-og skipulagsráðs þann 16. febrúar 2022 var fjallað um fyrirspurn frá Heiðarhúsi í samráði við landeigendur um heimild til deiliskipulags á þessum reit.  Framkvæmda-og skipulagsráð samþykkti að veita heimild til vinnslu deiliskipulags af svæðinu.  Á fundi framkvæmda-og skipulagsráðs þann 16. mars var fjallað um deiliskipulagstillöguna og samþykkt að auglýsa hana og kynna samkvæmt 41.gr. skipulagslaga.  Var það síðan samþykkt í bæjarstjórn þann 6. apríl 2022.

Það er því byggingaraðili í samstarfi við landeigendur sem óskar eftir að deiliskipuleggja umrætt svæði og gerir það á sinn kostnað.  Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðum á viðkomandi svæði en ekki hefur komið til framkvæmda.  Samkvæmt skipulagslögum ber að auglýsa tillögu að deiliskipulagi og öllum gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir eða ábendingar ef þurfa þykir.

Lögð er áhersla á það að allir sem hafa ábendingar eða athugasemdir um deiliskipulagstillöguna komi því á framfæri á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is.  Allar ábendingar og athugasemdir sem berast með formlegum hætti koma til umfjöllunar við frekari úrvinnslu málsins og tekin afstaða til þeirra.

Tillaga að deiliskipulagi Gerðatúns Efra, Suðurnesjabæ. 

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. apríl 2022, í samræmi við  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að auglýsa deiliskipulagstillögu að reit sem áður var kallaður Gerðatún Efra og afmarkast af Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut.  Í tillögunni  felst uppbygging þriggja nýrra fjölbýlishúsa á tveimur hæðum með 16 íbúðum með innakstri frá Melbraut og útakstri við Valbraut.  Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði innan reitsins líkt og verið hefur.  Sjá svæði auðkennt ÍB5 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4 á opnunartíma frá 21. apríl til 3. júní 2022.  Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar.  Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is eigi síðar en 3. júní 2022.

Vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034. 

Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 16. mars 2022 að vinnslutillaga Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034, ásamt umhverfismatsskýrslu, verði kynnt íbúum og send til umsagnaraðila til umsagnar. Vinnslutillagan er kynnt  skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.  

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 er nýtt aðalskipulag sem felur í sér endurskoðun gildandi aðalskipulaga, þ.e. Aðalskipulags Garðs 2013-2030 og Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024. Innan sveitarfélagamarka er einnig í gildi Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013-2030, en það er ekki  hluti af endurskoðuninni.

Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, á þremur skipulagsuppdráttum á einu kortablaði, auk umhverfismatsskýrslu. Greinargerðinni er skipt upp í átta meginhluta. Í inngangi er lýst afmörkun aðalskipulagsins, helstu gögnum og aðferðum við skipulagsvinnuna. Þá eru leiðarljós og meginmarkmið aðalskipulagsins en stefna aðalskipulagsins er sett fram eftir málaflokkum, þ.e.

  • Sjálfbært og aðlaðandi samfélag 
  • Blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf
  • Traustir og hagkvæmir innviðir
  • Vel menntað og heilbrigt samfélag

Lýst er forsendum og sett fram markmið og leiðir fyrir málaflokkana og einstök viðfangsefni.                                  Þá er gerð grein fyrir almennum og sértækum ákvæðum fyrir landnotkunarflokka og takmörkun á landnotkun.

Fyrirhugaður er íbúafundur þar sem vinnslutillaga aðalskipulagsins verður kynnt. Þar mun tillagan einnig liggja frammi og hægt verður að fá svör við spurningum og koma á framfæri ábendingum. Íbúafundurinn verður auglýstur síðar hér á vef Suðurnesjabæjar og í Víkurfréttum. Auk þess mun vinnslutillagan liggja frammi á skrifstofu Suðurnesjabæjar Sunnubraut 4 í Suðurnesjabæ.

Umsagnir eða athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Suðurnesjabæjar 2022-2034 skulu berast til Suðurnesjabæjar á afgreidsla@sudurnesjabaer.is undir yfirskriftinni „Aðalskipulag Suðurnesjabæjar - vinnslutillaga“ fyrir 14. apríl 2022. Umsagnir má einnig senda bréfleiðis á skrifstofu sveitarfélagsins Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs – Teiga- og Klapparhverfi. 

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúðum í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030.

Kynningargögn um tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Suðurnesjabæjar og í Ráðhúsinu Garði, Sunnubraut 4, alla virka daga á opnunartíma skrifstofunnar frá 24. febrúar til og með 8. apríl 2022. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða senda á netfangið jonben@sudurnesjabaer.is, eigi síðar en 8. apríl 2022.

Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Garðs 2013-2030

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt til kynningar lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi sveitarfélagsins Garðs 2013-2030.

Breytingin felst stækkun svæðis með skilgreinda notkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis til suðurs á skilgreint  opið svæði í núgildandi skipulagi.  Lýsingin er kynnt á heimasíðu Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is og skulu athugasemdir og ábendingar hafa borist  skriflega eigi síðar fimmtudaginn 25. ágúst 2021.

Tillaga að deiliskipulagi við Iðngarða í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Iðngarða í Garði, Suðurnesjabæ skv. 41. og 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leitast er við að nýta landkosti svæðisins sem best og byggja á þeim grunni sem fyrir er en á svæðinu eru nú 26 hús, íbúðar-,atvinnu og iðnaðarhúsnæði.  Samanlögð stærð svæðisins er um 21 ha, þar af 12,4 ha athafnasvæði, 1,5 ha íbúðasvæði og 7 ha opin svæði.  Um er að ræða 42 misstórar lóðir undir fjölbreytta athafnastarfssemi og 2 nýjar íbúðahúsalóðir.

Við gildistöku skipulagsins fellur eldra deiliskipulag við Iðngarða út sem var samþykkt 12. mars 1992.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 14. júlí 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Garði, Suðurnesjabæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að húsgerð F, keðjuhús á einni hæð við Þrastarland og Kríuland fellur út.  Í stað húsagerðar F kemur ný húsagerð I, tvíbýlishús á tveimur hæðum. Íbúðafjöldi breytist ekki. Í stað 14 keðjuhúsa koma 7 tvíbýlishús á tveimur hæðum og lóðamörk breytast.  Lega syðri hluta götunnar Kríulands er einfölduð og lögð í beinu framhaldi af Þrastarlandi.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði frá og með miðvikudeginum 8. júlí til og með fimmtudagsins 7. september 2021. 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til fimmtudagsins 7. september 2021. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa  með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ.

Getum við bætt efni síðunnar?