Fara í efni

Farsæld

Þann 1. janúar 2022 tóku í gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsælar barna eða svokölluð farsældarlög. Meginmarkmið laganna er að veita snemmtæka íhlutun og að allir sem að barninu koma, tali saman. Er sveitarfélögum ætlað þrjú til fimm ár til að innleiða slíkt fyrirkomulag. Þeir sem bera ábyrgð samkvæmt lögum þessum skulu: 

  • Fylgjast með velferð og farsæld barna og foreldra og meta þörf fyrir þjónustu.
  • Bregðast við þörf barna og foreldra fyrir þjónustu á skilvirkan hátt um leið og þörf krefur.
  • Hafa samráð sín á milli með það að markmiði að þjónusta sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna og foreldra

Í lögunum er kveðið á um stigskiptingu á þjónustu; fyrsta, annað og þriðja stig. Þannig er gert ráð fyrir að öll þjónusta í þágu farsældar barna sé veitt á þremur þjónustustigum. Fyrsta stigið er aðgengilegt öllum börnum og foreldrum en um er að ræða einstaklingsbundinn snemmtækann stuðning. Fyrsta stigið er nýnæmi í lögum og verður mesta kerfisbreytingin þar. Á öðru stigi er markvissari einstaklingsþjónusta (t.d. liðveisla, barnaverndarvinnsla) og á þriðja stigi er þjónustan orðin mun sérhæfðari (þyngri barnaverndarvinnsla, innlögn). Markmiðið með lögunum er að draga úr og fækka alvarlegri málum. Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar leiðir innleiðingu laganna í Suðurnesjabæ. Lögin ná til allrar þjónustu sem veitt er innan skóla-, heilbrigðiskerfis auk félagsþjónustu og lögreglu.  

Verkefnastjóri innleiðingar er Sara Dögg Eiríksdóttir og má hafa samband við hana í síma 425-3000 eða á tölvupóst sara@sudurnesjabaer.is. Einnig er verkefnishópur starfandi til að styðja við innleiðingu og sitja verkefnastjóri, sviðsstjóri ásamt deildarstjórum Fjölskyldusviðs í honum. 

Gagnlegir hlekkir:

Barna- og fjölskyldustofa

Myndbönd:

Tengiliðir

Stigskipting þjónustu

Stuðningsteymi og áætlanir

Breytingar í þágu barna

Lesefni um samþættingu:

Bæklingur um farsæld barna 

Lög um samþættingu þjónustu í þágu barna

Bæklingur um samþættingu í Suðurnesjabæ fyrir börn og foreldra

Samþætting verklag

Umsóknareyðublöð vegna samþættingar:

Leiðbeiningar frá Barna- og fjölskyldustofu um umsókn

Eyðublað 1 - Beiðni um miðlun upplýsinga til tengiliðar/málstjóra og vinnslu persónuupplýsinga skv. 15 gr. laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021

Eyðublað 2 - Beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns samkvæmt lögum nr. 86/2021 

 Eyðublað 3 – Matsblað fyrir tengiliði  

Getum við bætt efni síðunnar?