Laus störf hjá Suðurnesjabæ
Velkomin á ráðningarvef Suðurnesjabæjar
Hjá Suðurnesjabæ starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Sveitarfélagið býður upp á gott, heilsusamlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem áhersla er að allir fái að njóta sín í starfi. Áhersla er á góð samskipti og jákvæðan starfsanda á starfsstöðvum sveitarfélagsins.
Meðferð starfsumsókna hjá Suðurnesjabæ
- Öll störf hjá Suðurnesjabæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingarstörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
- Allar umsóknir um störf hjá Suðurnesjabæ fara í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál. Mannauðsstjóri ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast um störf hjá sveitarfélaginu.
Hér fyrir neðan eru að finna upplýsingar um laus störf hjá sveitarfélaginu á hverjum tíma.
Ef þú lendir í vandræðum með að sækja um starf hjá sveitarfélaginu vinsamlegast sendu póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengist málefnum fatlaðra.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn um starf í félagslegum stuðningi við börn og fullorðna en um er að ræða starf í tímavinnu. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Starfið byggir á gagnkvæmu trausti og vinsemd.
Helstu verkefni
- Stuðningur, ráðgjöf og leiðbeiningar við einstaklinga.
- Félagsleg og tilfinningaleg styrking í tengslum við tómstundir, félagslíf, menntun og vinnu.
Hæfniskröfur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi á að vinna með börnum og fjölskyldum
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar um starfið veita Sóley Gunnarsdóttir teymisstjóri Miðjunnar í tölvupósti á netfangið soley@sudurnesjabaer.is og Thelma Hrund Guðjónsdóttir teymisstjóri stuðnings- og stoðþjónustu.
Umsókn þín er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um störf í tímavinnu er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef að ákveðið starf vekur áhuga.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til að sinna flokkstjórn vinnuskóla og sumarstarfa 17 ára og eldri hjá sveitarfélaginu sumarið 2025.
Störfin eru fjölbreytt og sjá vinnuhópar m.a. um umhirðu, gróðursetningu, garðsláttur, þrif og hreinsun ásamt fleiri verkefnum. Flokkstjórar leiðbeina hópum ungmenna við ýmis garðyrkjustörf og fræðslu, auk annarra verkefna. Flokkstjórar halda skýrslu um mætingar og ástundun og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan.
Markmiðið er að gefa unglingum kost á sumarstörfum í umhverfi sem einkennist af fræðslu, kennslu, þjálfun og tómstundum. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun og vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, samstarfsfólki og bæjarbúum. Einnig eru grundvallaratriði í vinnubrögðum kynnt og notkun verkfæra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulagning, eftirlit og stýring á vinnuhópum í samvinnu við umsjónarmann vinnuskóla og sumarstarfa
- Almenn garðyrkjustörf í bæjarlandinu.
- Þátttaka í starfi vinnuskólans ásamt ungmennunum
- Leiðbeina ungmennum um rétt vinnubrögð
- Skipuleggja verkaskiptingu og framkvæmd verkefna innan hóps.
- Efla liðsheild og vinna með uppbyggileg samskipti
- Annast ýmis skapandi verkefni og fræðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri
- Áhugi á umhverfismálum þarf að vera til staðar
- Reynsla af störfum með unglingum er æskileg
- Gott er að hafa mikla samskiptahæfni og skipulagsfærni
- Umsækjandi þarf að vera góð fyrirmynd og samviskusamur
- Vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu
- Gilt bílpróf
Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu
Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Ýr Kristinsdóttir (unnuryr@sudurnesjabaer.is) og Eyjólfur Þór Magnússon (eyjolfur@sudurnesjabaer.is ) í síma 425-3000.
Suðurnesjabær auglýsir eftir karlkyns starfsmanni í starf sundlaugarvarðar í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu en í starfinu felst m.a. klefavarsla í karlaklefum og umsjón með öryggi sundlaugargesta.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Suðurnesjabær rekur íþróttamiðstöðvar í byggðakjörnunum, Sandgerði og Garði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með baðvörslu karla
- Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug
- Eftirfylgni með umgengnisreglum.
- Eftirlit með gæðum laugarvatns
- Umsjón með hreinlæti í og við laug
- Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
- Þrif
Hæfniskröfur
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
- Lokið námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Reynsla af starfi með börnum og unglingum
- Tölvukunnátta
- Hreint sakavottorð
Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til og með 5.maí 2025. Áhugasamir einstaklingar sem uppfylla menntunar- og hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá
Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Karl Vilhjálmsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva hjá Suðurnesjabæ, í tölvupósti á netfang einarkarl@sudurnesjabaer.is
Vilt þú taka þátt í að byggja upp faglegt og öflugt leikskólastarf hjá Suðurnesjabæ?
Suðurnesjabær auglýsir eftir aðstoðarmatráði í 80-100% stöðu í Leikskólann Grænuborg. Aðstoðarmatráður vinnur við dagleg störf í eldhúsi í samráði við matráð leikskólans, svo sem við matseld, uppvaks, frágang í eldhúsi, frágang á þvotti sem og ræstingu þar sem við á
Leikskólinn er sex deilda og þar eru börn frá 18 mánaða aldri til grunnskólaaldurs. Byggingin er ný og staðsett í afar fallegri náttúru við Byggðaveg í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Lögð er áhersla á hreyfingu, náttúru, listir og útiveru í starfi leikskólans. Í skólanum starfa um 40 starfsmenn og pláss er fyrir 134 börn. Skólinn er opinn frá 07:45 til 16:15 alla daga.
Leikskólastjórar eru Arnbjörg Elsa Hannesdóttir og Karen Sif Sverrisdóttir.
Helstu verkefni
- Undirbúa og framreiða máltíðir
- Sér um uppvask
- Sér um almennan þvott
- Sér um að halda kaffistofu hreinni
- Þarf að vera að tilbúinn að ganga í störf matráðs þegar þörf er á
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi kostur
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubröðgum
- Áhuga og þekkingu á matreiðslu
- Samviskusemi, snyrtimennska, stundvísi og jákvætt hugarfar
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af byggðarkjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til og með 14. maí 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnesjabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Arnbjörg Elsa Hannesdóttir, leikskólastjóri í tölvupósti á elsa.hannesdottir@sudurnesjabaer.is.