Laus störf hjá Suðurnesjabæ
Velkomin á ráðningarvef Suðurnesjabæjar
Hjá Suðurnesjabæ starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Sveitarfélagið býður upp á gott, heilsusamlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem áhersla er að allir fái að njóta sín í starfi. Áhersla er á góð samskipti og jákvæðan starfsanda á starfsstöðvum sveitarfélagsins.
Meðferð starfsumsókna hjá Suðurnesjabæ
- Öll störf hjá Suðurnesjabæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingarstörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
- Allar umsóknir um störf hjá Suðurnesjabæ fara í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál. Mannauðsstjóri ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast um störf hjá sveitarfélaginu.
Hér fyrir neðan eru að finna upplýsingar um laus störf hjá sveitarfélaginu á hverjum tíma.
Ef þú lendir í vandræðum með að sækja um starf hjá sveitarfélaginu vinsamlegast sendu póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengist málefnum fatlaðra.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla Suðurnesjabæjar.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, fæðingarorlofs eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla Suðurnesjabæjar.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Suðurnesjabær leitar að jákvæðum og framsæknum einstaklingi í starf umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra hjá sveitarfélaginu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra hefur umsjón með daglegri starfsemi í félagsstarfi eldri borgara, skipuleggur og tekur þátt í dagskrá félagsstarfsins ásamt því að hafa umsjón með tómstundastarfi og annarri dagskrá.
Markmiðið er að boðið sé upp á fjölbreytt og faglegt félagsstarf og heilsueflingu allt árið um kring og að það sé aðlagandi og eftirsóknarvert að koma og taka þátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfar við og leiðbeinir og skipuleggur dagskrá í félagsstarfi eldri borgara.
- Hefur umsjón með tómstundastarfi.
- Leitast við að virkja alla í félagsstarfinu og mynda jákvætt, skapandi, vinalegt og opið andrúmsloft.
- Hefur umsjón með og skipuleggur viðburði á vegum félagsstarfsins.
- Skipuleggur starfið með fjölbreytni og nýbreytni að leiðarljósi í samræmi við þarfir og áhuga eldri borgara.
- Skipuleggur starfið og hefur verkstjórn yfir öðru starfsfólki.
- Sinnir innra mati á félagsstarfi eldri borgara og mótar úrbótaráætlun.
- Fundar reglulega með næsta yfirmanni.
- Þátttaka í stefnumótun í málefnum eldri borgara í Suðurnesjabæ.
- Annast innkaup á efnum og búnað.
- Vinnur skv. stefnum sveitarfélagsins.
- Önnur tilfallandi störf og verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. félagsliðanám, stúdentspróf eða sambærilegt nám á framhaldsskólastigi.
- Áhugi á að vinna með fólki er skilyrði.
- Þekking og reynsla af starfi starfi með eldra fólki.
- Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 4.350 íbúa. Mikil uppbygging og gróska er í sveitarfélaginu, m.a. með uppbyggingu nýrra hverfa. Í Suðurnesjabæ eru m.a. tveir grunnskólar, tveir leikskólar, tvær íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, bóka- og byggðasafn. Auk þess er ýmis önnur þjónusta og starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag sem býður uppá nálægð við náttúruna og einstaka strandlengju sem umvefur sveitarfélagið.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á heimasíðu sveitarfélagsins www.sudurnesjabaer.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Unnur Ýr Kristinsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi í tölvupósti unnuryr@sudurnesjabaer.is eða í síma 425-3000.