Laus störf hjá Suðurnesjabæ
Velkomin á ráðningarvef Suðurnesjabæjar
Hjá Suðurnesjabæ starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Sveitarfélagið býður upp á gott, heilsusamlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem áhersla er að allir fái að njóta sín í starfi. Áhersla er á góð samskipti og jákvæðan starfsanda á starfsstöðvum sveitarfélagsins.
Meðferð starfsumsókna hjá Suðurnesjabæ
- Öll störf hjá Suðurnesjabæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingarstörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
- Allar umsóknir um störf hjá Suðurnesjabæ fara í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.
- Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
- Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
- Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
- Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál. Mannauðsstjóri ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast um störf hjá sveitarfélaginu.
Hér fyrir neðan eru að finna upplýsingar um laus störf hjá sveitarfélaginu á hverjum tíma.
Ef þú lendir í vandræðum með að sækja um starf hjá sveitarfélaginu vinsamlegast sendu póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengist málefnum fatlaðra.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn um starf í félagslegum stuðningi við börn og fullorðna en um er að ræða starf í tímavinnu. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.
Starfið byggir á gagnkvæmu trausti og vinsemd.
Helstu verkefni
- Stuðningur, ráðgjöf og leiðbeiningar við einstaklinga.
- Félagsleg og tilfinningaleg styrking í tengslum við tómstundir, félagslíf, menntun og vinnu.
Hæfniskröfur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi á að vinna með börnum og fjölskyldum
- Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar um starfið veita Sóley Gunnarsdóttir teymisstjóri Miðjunnar í tölvupósti á netfangið soley@sudurnesjabaer.is og Thelma Hrund Guðjónsdóttir teymisstjóri stuðnings- og stoðþjónustu.
Umsókn þín er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um störf í tímavinnu er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef að ákveðið starf vekur áhuga.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla Suðurnesjabæjar.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla Suðurnesjabæjar.
Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.
Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.
Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.
Suðurnesjabær leitar eftir drífandi og kraftmiklum einstaklingi í starf hjá umhverfismiðstöð sveitarfélagsins.
Umhverfismiðstöð sér um umhirðu bæjarlands sveitarfélagsins m.a. götur, gangstéttir, garða og opin svæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Snjómokstur og hálkueyðing á götum og gangstéttum
- Grassláttur á opnum svæðum
- Viðhald opinna svæða og leiksvæða
- Viðhald og umhirða á gatnakerfi
- Sorphirða
- Þjónusta við stofnanir bæjarins
- Viðhald og hreinsun fráveitu.
- Ýmsar aðrar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vinnuvélaréttindi skilyrði
- Aukin ökuréttindi kostur
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Ríka þjónustulund, drifkraft og frumkvæði til að leysa verkefni sem falla undir starfið
- Almenn tölvukunnátta
- Snyrtimennska
- Góð íslensku kunnátta
Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskar sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til og með 24.nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Þór Magnússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar í tölvupósti á eyjolfur@sudurnesjabaer.is.