Fara í efni

Velferðarþjónusta

Suðurnesjabær og Vogar mynda saman eitt félagsþjónustusvæði.

Félagsþjónustan veitir íbúum sveitarfélaganna ráðgjöf um félagsleg réttindamál og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda. Félagsþjónustan veitir einnig þjónustu á sviði málefna barna og ungmenna, aldraðra og fólks með fötlun eins og nánar er tilgreint í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, lögum um málefni aldraðra og lögum um málefni fatlaðs fólks nr 59/1992.

Tryggjum félagslegt öryggi

Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar og Voga leitast við að tryggja íbúum bæjarfélaganna félagslegt öryggi með heildstæðri félagslegri þjónustu. Þjónustan er opin öllum bæjarbúum og er áhersla lögð á að mæta einstaklingum af virðingu og í fullum trúnaði. Jafnframt er lögð áhersla á að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar, bæði með ráðgjöf og öðrum viðeigandi stuðningi..

Félagsþjónusta Suðurnesjabæjar og Voga sinnir einnig barnaverndarstarfi í sveitarfélögunum, á grundvelli barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnavernd miðar að því að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Getum við bætt efni síðunnar?