Fara í efni

Garðaúrgangur

Öll eigum við að láta okkur umhverfið varða enda er snyrtilegt umhverfi og viðhald lóða leið að auknum yndisauka og fallegu bæjarfélagi.

Losunarstaður fyrir garðaúrgang er á tveimur stöðum í Suðurnesjabæ, ofan við Háteig í Garði og ofan Byggðavegar í Sandgerði.

Losunarstaðir garðaúrgangs eru einungis ætlaðir til að losa sig við tré, gras og annan garðaúrgang.

Íbúar eru beðnir um að ganga vel um losunarstaðina. Ruslatunnur eru á svæðunum sem hægt er að setja poka í eftir að gras og gróðurleifar hafa verið losuð, þó best sé að taka þá með aftur heim og endurnýta.

Hugum að umhverfinu, flokkum rétt og skilum úrgangi á viðeigandi staði.

Ýttu á mynd til að sjá staðsetningu.

Garðaúrgangur

Garðaúrgangur

Getum við bætt efni síðunnar?