Reykjanes jarðvangur nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Voga og Suðurnesjabæjar. Jarðvangurinn er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar. Hér er hægt að lesa nánar um jarðvanginn.

Suðurnesjabær er yngsta sveitarfélag landsins og efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um mótun nýs aðalskipulags. Við erum að leita að spennandi og framsæknum hugmyndum en keppnin er einnig liður í vali á ráðgjafa til að vinna að gerð aðalskipulagsins. Þú finnur keppnislýsingu og öll gögn hér. Skilafrestur er 4. október nk.

Suðurnesjabær

Hér er að finna upplýsingar um nýtt, sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs.

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

 • Sameining

  Sameining tók gildi 10. júní

  Nú hefur tekið gildi sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar.  Nýtt sveitarfélag hefur ekki fengið endanlegt nafn, en ný bæjarstjórn mun fjalla um það og taka ákvörðun um hvert heiti þess verður.  Þangað til verður til bráðabirgða notast við heitið „Sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs“.  Ný bráðabirgða heimasíða fyrir hið sameinaða sveitarfélag mun birtast á næstu dögum, en heimasíður sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar verða opnar út árið 2018. Tölvupóstföng starfsmanna verða óbreytt þar til nýtt nafn sveitarfélagsins hefur verið ákveðið.

  Reglur, gjaldskrár og samningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs gilda þar til ný sveitarstjórn hefur afgreitt breytingar. Íbúar verða því ekki varir við miklar breytingar á þessum tímamótum. 

  Starfsfólk hefur að undanförnu unnið að undirbúningi þess að sameinað sveitarfélag taki til starfa.  Í dag, mánudaginn 11. júní verða bæjarskrifstofurnar lokaðar vegna sameiginlegra funda starfsfólks, þar sem m.a. verður tekið í notkun skjalakerfi fyrir hið nýja sveitarfélag. Jafnframt fer fram fundur þar sem undirbúningsstjórn sameiningarinnar afhendir nýrri bæjarstjórn verkefnið með tillögum um næstu skref.   Allt starfsfólk gömlu sveitarfélaganna er nú orðið starfsfólk Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis.

  Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitöluna 550518-1200 og sveitarfélagsnúmerið 2510. Símanúmer eru óbreytt en unnið er að sameiningu símkerfa og upptöku nýs símanúmers.

  Lesa meira