Fara í efni

Kynning á bókmenntaarfi

Þriðjudaginn 6. október munu rithöfundarnir Dóri DNA og Auður Jónsdóttir heimsækja bókasafnið í Sandgerði og lesa upp úr bókum sínum. Dóri DNA mun lesa úr Kokkál og fara með óútgefin ljóð og Auður Jónsdóttir mun lesa úr og fjalla um nýjustu bók sína Tilfinningabyltingin. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Bókasafnið opnar kl. 20.00 og heitt verður á könnunni líkt og aðra daga á safninu. Viðburðirnir ,,Kynning á bókmenntaarfinum“ eru samstarfsverkefni almenningsbókasafna Suðurnesja sem styrktir eru af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.