Fara í efni

Gleðilega hátíð

Bæjarstjórn og starfsfólk Suðurnesjabæjar óskar íbúum Suðurnesjabæjar, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Opnunartími Ráðhúsa Suðurnesjabæjar á milli jóla- og nýárs

Opnunartími ráðhúsa Suðurnesjabæjar á milli jóla og nýars er með eftirfarandi hætti: Fimmtudagurinn 23. desember Þorláksmessa – opið Föstudagur 24. desember aðfangadagur – lokað Mánudagur 27. desember – opið Þriðjudagur 28. desember – opið Miðvikudagur 29. desember – opið Fimmtudagur 30. desember – opið Föstudagur 31. desember – lokað Athygli er vakin á því að skipulags- og umhverfissvið er lokað frá 27. desember til og með 30. desember. Almennt netfang Suðurnesjabæjar er afgreidsla@sudurnesjabaer.is Almennt símanúmer Suðurnesjabæjar er 425 3000

Jóla- og ljósahús Suðurnesjabæjar 2024

Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar í Suðurnesjabæ í gær þann 19.desember þegar fulltrúar ferða-,safna- og menningarráðs heimsóttu íbúa þeirra húsa sem hlutu viðurkenningar í ár. Íbúar Suðurnesjabæjar hafa verið duglegir við að skreyta hjá sér og lífga upp á skammdegið með fallegum jólaljósum. Val á ljósa- og jólahúsum var í höndum ferða-, safna- og menningarráðs líkt og undanfarin ár. Fjölmargar tilnefningar bárust og vill ráðið þakka fyrir þær. Eigendur og íbúar húsanna fengu gjafabréf frá HS veitum við tilefnið sem nýtist í niðurgreiðslu á rafmagni. HS veitum eru færðar þakkir fyrir þeirra stuðning við verkefnið. Jólahús Suðurnesjabæjar árið 2024 er Lyngbraut 4 í Garði. Ljósahús Suðurnesjabæjar árið 2024 er Fagurhóll 1 í Sandgerði. Sérstakar viðurkenningar: Hólagata 13 í Sandgerði og Skagabraut 16 í Garði. Íbúum er óskað til hamingju með viðurkenningarnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við tilefnið en sjón er sögu ríkari og eru íbúar hvattir til þess að fara í gönguferðir og skoða jólaljósin.

Val á jóla- og ljósahúsum í Suðurnesjabæ

Nú þegar aðventan er gengin í garð hafa íbúar Suðurnesjabæjar verið duglegir við að lýsa upp skammdegið og Suðurnesjabæ um leið með hinum ýmsu jólaljósum. Líkt og undanfarin ár verða veittar viðurkenningar fyrir vel skreytt og skemmtileg jólahús og er valið í höndum Ferða-, safna- og menningarráðs Suðurnesjabæjar. Íbúar Suðurnesjabæjar geta nú sent inn ábendingar sem ráðið tekur svo tillit til í vali sínu. Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum ábendingakerfi Suðurnesjabæjar en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða hringja í síma 425 3000. Hægt verður að senda inn ábendingar til 16.desember næstkomandi. Ferða-, safna- og menningarráð hvetur íbúa Suðurnesjabæjar til þess að fara í gönguferðir um sveitarfélagið og njóta jólaljósanna.

75. fundur Bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar

75. fundur Bæjarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsinu í Garði, miðvikudaginn 11. desember 2024 og hefst kl. 17:30 Dagskrá: Almenn mál 1. Fjárhagsáætlun 2025-2028 - 2405023 2. Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar - 2308041 3. Strandgata 24 - umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging - 2407081 4. Botndýr á Íslandsmiðum lífeyrisskuldbindingar starfsmanna - 1806564 5. Tilboð um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til lögheimila utan markaðssvæðis í þéttbýli - 2407010 314. fundur stjórnar dags. 05.12.2024 Fundargerðir til kynningar 6. Bæjarráð - 154 - 2411001F Fundur dags. 12.11.2024. 7. Bæjarráð - 155 - 2411010F Fundur dags. 04.12.2024. 8. Ferða-, safna- og menningarráð - 30 - 2411002F Fundur dags. 05.11.2024. 9. Fræðsluráð - 50 - 2411009F Fundur dags. 15.11.2024. 10. Íþrótta- og tómstundaráð - 25 - 2410029F Fundur dags. 20.11.2024 11. Ungmennaráð - 16 - 2411019F Fundur dags. 19.11.2024. 12. Fjölskyldu- og velferðarráð - 56 - 2411015F Fundur dags. 21.11.2024. 13. Framkvæmda- og skipulagsráð - 58 - 2411014F Fundur dags. 20.11.2024. 14. Hafnarráð - 26 - 2409018F Fundur dags. 26.11.2024. 15. Samband íslenskra sveitarfélaga-fundargerðir 2024 - 2401045 a) 954. fundur stjórnar dags. 04.11.2024. b) 955. fundur stjórnar dags. 15.11.2024. c) 956. fundur stjórnar dags. 20.11.2024. d) 957. fundur stjórnar dags. 22.11.2024. e) 958. fundur stjórnar dags. 24.11.2024. 16. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum fundargerðir 2024 - 2401028 806. fundur stjórnar dags. 13.11.2024 17. Kalka sorpeyðingarstöð - fundargerðir 2024 - 2401024 562. fundur stjórnar dags. 15.10.2024. 18. Brunavarnir Suðurnesja - fundargerðir 2024 - 2403002 a) 87. fundur stjórnar dags. 25.10.2024. b) 88. fundur stjórnar dags. 21.11.2024. 19. Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2024 - 2402100 50. fundur dags. 14.11.2024. 20. Þekkingarsetur Suðurnesja fundargerðir 2024 – 2405091 21. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja - fundargerðir - 2301091 54. fundur stjórnar dags. 28.11.2024 09.12.2024 Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.