Fara í efni

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034

Aðalskipulag er skipulagsáætlun sveitarfélagsins þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á minnst 12 ára tímabili.

Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022-2034 var samþykkt í bæjarstjórn 1. febrúar 2023 og staðfest af Skipulagsstofnun þann 30. júní 2023. Við gildistöku aðalskipulagsins falla úr gildi Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 2008-2024 og Aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030 ásamt síðari breytingum.

Aðalskipulagið var unnið í samstarfi við Verkís ehf. og er sögulegt að því leyti að þetta er fyrsta aðalskipulagið sem er unnið fyrir Suðurnesjabæ eftir sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar árið 2018.

Getum við bætt efni síðunnar?