Fara í efni

Aðalskipulag

Þrjú teymi hafa verið valin til frekari þátttöku í hugmyndasamkeppni um framtíð Suðurnesjabæjar í tengslum við mótun nýs aðalskipulags. Teymin þrjú eru: Efla og Nordic arkitektar; Verkís og Yrki arkitektar.

Teymin munu kynna tillögur sínar á íbúaþingi sem haldið verður í Suðurnesjabæ og auglýst verður fljótlega. Þar mun íbúum og hagsmunaaðilum í Suðurnesjabæ gefast tækifæri til að kynna sér tillögurnar, ræða við höfunda og koma með ábendingar um það sem gott er og betur mætti fara.

Í kjölfarið fer fram endanlegt val á því teymi sem samið verður við um að taka að sér að vinna að gerð nýs aðalskipulags fyrir Suðurnesjabæ. Gert er ráð fyrir að nýtt aðalskipulag fyrir Suðurnesjabæ taki gildi árið 2022.

Getum við bætt efni síðunnar?