Fara í efni

Svæðisskipulag

Svæðisskipulag er skipulagsáætlun tveggja eða fleiri sveitarfélaga um sameiginleg hagsmunamál og svæðisbundnar áherslur, svo sem um byggðaþróun, samgöngur eða vatnsvernd.

Svæðisskipulag skal taka til svæðis sem myndar heild í landfræðilegu, hagrænu og félagslegu tilliti og getur þannig tekið til landshluta eða annarra stærri heilda.

Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Suðurnesjabær, Grindavíkurbær og Sveitarfélagið Vogar ásamt skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og Landhelgisgæslu Íslands hafa komið á fót samvinnunefnd um gerð svæðisskipulags Suðurnesja. Tilgangur sambandsins er að vinna að hagsmunamálum sveitarfélagana og efla og styrkja samstarf þeirra.

Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

Getum við bætt efni síðunnar?