Frístundastyrkur
Nú er hægt að sækja um frístundastyrki með rafrænum hætti hjá Suðurnesjabæ þar sem notast er við Hvata og Sportabler vefskráningar- og greiðslukerfi.
Frístundastyrkir koma þannig til niðurgreiðslu á námskeiðum við skráningu á námskeið og við greiðslu þeirra. Frístundastyrkur fyrir árið 2024 er kr. 46.500 fyrir hvert barn á aldrinum 0 – 18 ára sem er með lögheimili í Suðurnesjabæ.
Úthlutun hvatagreiðslna fer fram í gegnum Hvata vefskráningar- og greiðslukerfi (Nóri, Sportabler o.s.frv.).
Reglur um frístundastyrk Suðurnesjabæjar
Leiðbeiningar
Þegar forráðamenn skrá barn til þátttöku í íþrótt eða tómstund þurfa þeir að haka við kassann „nota hvatagreiðslur“ og þá lækkar upphæð æfingagjalda um þá upphæð sem nemur inneign hvatagreiðslna fyrir barnið. Hvatagreiðslur sem búið er að ráðstafa í æfingagjöld er ekki hægt að endurgreiða eða bakfæra til viðkomandi.
Ef foreldrar eiga ekki aðgang að Sportabler þarf að stofna hann með því fara í nýskráningu á síðunni. Hægt er að hlaða appi niður í snjalltæki/snjallsíma. https://www.abler.io/home/is/
1. Forráðamaður skráir sig inn og finnur viðkomandi íþróttafélga/félagasamtök og smellir á hnappinn námskeið/flokkar í boði fyrir aftan þann iðkanda sem á að skrá.
2. Forráðamaður velur viðeigandi námskeið og smellir á hnappinn skráning í námskeið.
3. Á skráningarsíðunni hakar forráðamaðurinn í reitinn nota frístundastyrk/hvatagreiðslur. Þá þarf að skrá sig inn á island.is með rafrænum skilríkju. Þá kemur fram hversu háar hvatagreiðslur barnið á inni og sú upphæð dregs frá gjaldinu sem á að greiða. Hægt er að breyta upphæðinni ef ákveðið er að nýta ekki alla upphæðina. Að lokum er gengið frá skráningunni og gjaldið greitt að frádregnum hvatagreiðslum.
**Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum
Greiðslan getur að hámarki numið kostnaði við námskeið. Skilyrði er að um skipulagt starf sé að ræða, sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða kennara/leiðbeinanda. Hafi viðkomandi ekki nýtt sér hvatagreiðslur að hluta eða að fullu falla eftirstöðvar niður um áramót.
Allar fyrirspurnir með skráningu er bent á að hafa samband við skrifstofu Suðurnesjabæjar í síma 425 3000 eða senda póst á netfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is eða unnuryr@sudurnesjabaer.is