Fara í efni

Grunnskólar

Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, Gerðaskóli og Sandgerðisskóli.

Að hefja nám í grunnskóla

Starfsemin grundvallast á lögum um skólastigið sem síðast komu út árið 2008, ásamt síðari tíma breytingum á þeim, og á reglugerðum sem þeim tengjast.

Nemendur í 1.- 4. bekk fá 30 kennslustundir á viku, 35 kennslustundir í 5.-7. bekk og 37 kennslustundir í 8.-10. bekk. Kennslan tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla en hver skóli hefur jafnframt möguleika með val um kennslu einstakra námsgreina. Nemendur fá lánaðar fjölnota kennslubækur sem skilað er að notkun lokinni og einnota kennslubækur sem eru þeirra eign ásamt ritföngum og stílabókum þeim að kostnaðarlausu.

Meginsjónarmiðið í grunnskólanámi er að allir nemendur fái nám og kennslu við hæfi. Í því felst sú hugmynd að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms, að námið fari fram án aðgreiningar og allir nemendur hafi aðgang að skóla óháð námslegri getu og annarri sérstöðu eins og fötlun, þjóðerni, kyni.

Innritun í grunnskóla

Foreldrar bera ábyrgð á því að innrita börn í grunnskóla í því sveitarfélagi sem þau hafa lögheimili í. Nánari upplýsingar um innritun er að finna á vef skólanna í Suðurnesjabæ.

Gerðaskóli                Sandgerðisskóli

Getum við bætt efni síðunnar?