Fara í efni

Grunnskólar

Samkvæmt lögum um grunnskóla bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri grunnskóla og kostnaði hans. Öll börn eru skólaskyld á því ári sem þau ná 6 ára aldri og hafa forgang í sína hverfisskóla. Nám í grunnskólum Suðurnesjabæjar er nemendum að kostnaðarlausu. Í Suðurnesjabæ eru reknir tveir grunnskólar, Gerðaskóli og Sandgerðisskóli, með bekkjardeildum frá 1. til 10. bekk. Leiðarljós skólastarfs í Suðurnesjabæ er að veita nemendum alhliða menntun og stuðla að þroska þeirra í samstarfi við heimili.

Innritun fer fram á heimasíðum skólanna. Í skólunum er boðið upp á fríar máltíðir í hádeginu.

Innritun í Gerðaskóla      Innritun í Sandgerðisskóla


Frístundaheimili

Frístundaheimili eru starfrækt við báða grunnskóla Suðurnesjabæjar þar sem 6 til 9 ára börnum er boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að skóladegi lýkur. Börn geta dvalið í frístundaheimilum frá því að skóladegi lýkur og fram til kl. 16:15. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Innritun í Frístund: skráning fer fram í gegnum vefsíðu grunnskólana. Börn sem eru að hefja grunnskólagöngu hafa forgang um dvöl á frístundaheimilum Suðurnesjabæjar.

Skólasel-Gerðaskóli      Skólasel-Sandgerðisskóli


Frístundaúrræði fyrir börn með fötlun

Frístund fyrir börn með fötlun, Skýið, er fyrir nemendur í 5-10.bekk og er staðsett við Sandgerðisskóla. Börnum úr báðum skólunum er boðið að nýta sér þá þjónustu í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila sem tengjast nemendunum. Innritun í Skýið fer fram í gegnum hlekk hér fyrir neðan.

Skýið 

Getum við bætt efni síðunnar?