Fara í efni

Sorphirða og endurvinnsla

Kalka sorpeyðingarstöð annast þjónustu á sviði sorphirðu, móttöku og endurvinnslu úrgangs á Suðurnesjum.

Sorp frá heimilum er hirt á 14 daga fresti. Tafir geta orðið vegna veðurs eða frídaga. Hvert heimili hefur fengið eina gráa 240 l. tunnu og eina græna 240 l. tunnu, mögulegt er að fá aukatunnur.

Æskilegast er að staðsetja sorpílát í sorpgeymslum, en að öðrum kosti er nauðsynlegt að festa þau tryggilega, þó þannig að auðvelt sé fyrir sorphirðumenn að nálgast þau. Helst skal koma sorpílátum fyrir götumegin við hús og þannig að leiðin að þeim sé greið og auðvelt sé að aka þeim að götu. Á vetrum ber húseigendum að hreinsa snjó frá sorpgeymslum og þeirri leið sem flytja þarf sorpílát um innan lóðar.

Gráa tunnan er fyrir blandaðan heimilisúrgang sem ekki flokkast sem endurvinnanlegur, t.d. matarafgangar, ryksugupokar og einnota bleyjur.

Græna tunnan er fyrir endurvinnanlegar heimilisúrgang. Í tunnuna má setja allan pappír eins og dagblöð, tímarit, umslög og bylgjupappa, minni málmumbúðir, plastumbúðir og fernur.

Til að sækja um nýja ruslatunnu er hægt að hafa samband við Kölku í síma 421 8010

Getum við bætt efni síðunnar?