Fara í efni

Skelin - Barnamenningarhátíð

Skelin – barnamenningarhátíð í Suðurnesjabæ verður haldin í fyrsta sinn dagana 1.-6. apríl 2025. Á hátíðinni verður margt í boði fyrir börn og ungmenni líkt og ratleikur, sundlaugarpartý, óhljóð, ljósabolti, ljóð í lauginni og bingó. Hátíðin er skipulögð í breiðu samstarfi ýmissa stofnana í Suðurnesjabæ og styrkt af Sóknaráætlun Suðurnesja.

Dagskrá 

Ratleikur í Garði

Á eftirfarandi korti má sjá hvar 8 krukkur er að finna. Í hverri krukku er bókstafur. Það má alls ekki opna krukkurnar eða fjarlægja þær. Þið takið mynd af stöfunum eða skrifið þá hjá ykkur og raðið þeim saman í lausnarorð. Lausnarorðinu skilið þið inn á þar til gert eyðublað í Sundlaugina í Garði og fáið glaðning að launum. Miðinn ykkar fer svo í pott þar sem þið eigið möguleika á að vinna stærri vinning. Dregið verður út mánudaginn 7. apríl og haft verður samband við vinningshafa. Vinsamlegast láttu vita ef krukku eða staf vantar í síma 4253000.

Góða skemmtun!

Ratleikur í Sandgerði

Á eftirfarandi korti má sjá hvar 7 krukkur er að finna. . Í hverri krukku er bókstafur. Það má alls ekki opna krukkurnar eða fjarlægja þær. Þið takið mynd af stöfunum eða skrifið þá hjá ykkur og raðið þeim saman í lausnarorð. Lausnarorðinu skilið þið inn á þar til gert eyðublað í Sundlaugina í Sandgerði og fáið glaðning að launum. Miðinn ykkar fer svo í pott þar sem þið eigið möguleika á að vinna stærri vinning. Dregið verður út mánudaginn 7. apríl og haft verður samband við vinningshafa. Vinsamlegast láttu vita ef krukku eða staf vantar í síma 4253000.

Góða skemmtun!

Merki fyrir Skelina

Langar þig að taka þátt í að hanna merki (logo) Skeljarinnar? Skilaðu inn hugmynd með nafni og símanúmeri í Sundlaugum Suðurnesjabæjar á meðan Barnamenningarhátíðin stendur yfir og þú getur unnið til verðlauna.

Getum við bætt efni síðunnar?