Fara í efni

Skipulagsmál

Í skipulagi er ákveðið hvernig landi skuli ráðstafað, til dæmis fyrir íbúðabyggð, frístundabyggð, verslun, náttúruvernd eða landbúnað. Þar eru líka teknar ákvarðanir um fyrirkomulag gatna og lóða og settar reglur um hönnun einstakra bygginga, svo sem um hæðafjölda, byggingarefni, þakform og fjölda íbúða. Skipulag er því forsenda uppbyggingar og framkvæmda víðast hvar, hvort heldur er á landsbyggðinni, við strendur landsins eða í þéttbýli.

Skipulagsmál heyra undir skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarnefnd fer með skipulagsmál í umboði bæjarstjórnar samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og Skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Nefndin mótar stefnu í skipulags- og byggingarmálum og gerir tillögur til bæjarstjórnar í þeim málum.

Getum við bætt efni síðunnar?