Um Sandgerði
Sandgerði er byggðakjarni á utanverðum Reykjanesskaga. Sandgerði sameinaðist sveitarfélaginu Garði þann 10. júní 2018 og heitir nú Suðurnesjabær.
Sandgerðisskóli stendur við Skólastræti ásamt íþróttamiðstöðinni. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1938.
Björgunarsveitin Sigurvon er fyrsta björgunarsveit landsins og var stofnuð á vegum Slysavarnafélags Íslands. Sigurvon rekur björgunarbátin Hannes Þ. Hafstein og hefur sinnt öryggis og slysavörnum til lands og sjávar frá Sandgerði frá árinu 1928.
Knattspyrnufélagið Reynir var stofnað 15. september 1935.
Á vef Hagstofunnar er hægt að sjá íbúafjölda byggðakjarna og sveitarfélaga.