Fara í efni

Íþróttamannvirki

 Íþróttamiðstöðvar

Heimasíða íþróttamiðstöðva

ÍM Sandgerði

Íþróttamiðstöðin í Sandgerði

  • Skólastræti 2
  • S. 425 3140

Íþróttamiðstöðin í Sandgerði er með góða aðstöðu fyrir íþróttir og leiki. Þar er íþróttasalur með löglegum körfuboltavelli ásamt tilheyrandi búnings- og hreinlætisaðstöðu. Í húsinu er líkamsræktarstöð búin lóðum og tækjum fyrir fjölbreytta líkamsþjálfun.

Sundlaugin í Sandgerði býður upp á 25 m keppnislaug, vaðlaug og tvær vatnsrennibrautir. Þar eru einnig tveir heitir pottar, gufubað og kaldur pottur.

Íþróttamiðstöðin í Garði

ÍM garður

  • Garðbraut 94
  • S. 425 3145

Íþróttamiðstöðin í Garði er fullbúið íþróttahús fyrir alla íþróttaiðkun, keppnir, sýningar og ráðstefnur. Í íþróttamiðstöðinni er líkamsræktarstöð þar sem fjölbreytt framboð er á búnaði og líkamsræktartímum.

Íþróttamiðstöð Garðs býður upp á 25 x 8 metra útisundlaug, tvo heita potta og kaldan pott, vaðlaug, gufubað og rennibraut.

Forstöðumaður íþróttamiðstöðva Suðurnesjabæjar er : Einar Karl Vilhjálmsson 

 Gervigrasvöllur 

Suðurnesjabær hefur óskað eftir ráðgjöf frá Verkís um greiningu á valkostum og staðarvali fyrir nýjan gervigrasvöll. Í samantektinni eru greindir og bornir saman fimm staðsetningarkostir, þ.e. á knattspyrnusvæði Reynis í Sandgerði (tveir kostir), á Miðjunni milli þéttbýlisstaðanna (tveir kostir) og einn á svæði Víðis.

Valkostagreining gervigrasvallar

 

Getum við bætt efni síðunnar?