Fara í efni

Stuðningur við fjölskyldur

Uppeldisleg ráðgjöf

Samkvæmt lögum um félagþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 er sveitarfélögum skylt að veita félagslega ráðgjöf, í henni felst m.a. uppeldisleg ráðgjöf. Foreldrum í sveitarfélögum stendur til boða að leita uppeldislegrar ráðgjafar hjá verkefnastjóra fjölskylduverndar, sem og öðrum starfsmönnum félagsþjónustu og barnaverndar. Verkefnastjóri fjölskylduverndar er Sara Dögg Eiríksdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Markmið með uppeldislegri ráðgjöf er að auka færni foreldra í uppeldishlutverki sínu og draga úr hegðunarvanda barna.

 Foreldrar geta sjálfir sótt um uppeldislega ráðgjöf með því að hafa samband við þjónustuver Suðurnesjabæjar. Grunnskólarnir í Suðurnesjabæ hafa einnig verið milligönguaðilar um tilvísun í uppeldislega ráðgjöf. Foreldrar hafa rétt á 5-10 tímum, sér að kostnaðarlausu.

 

Fjölskyldumeðferð

Boðið er uppá fjölskyldumeðferð sem hluta af félagsþjónustu sveitafélagsins. Um er að ræða tilrauna/forvarnarverkefni sem kallað er Eikin. Markmiðið er að hjálpa skjólstæðingum að laga samskiptavanda innan fjölskyldunnar og þannig auka lífsgæði. Við viljum einnig gefa íbúum sveitafélagsins kost á að fá meðferð í heimabyggð.

Fyrir hvern er Eikin?

Eikin er hugsuð fyrir skjólstæðinga félagsþjónustunnar. Einstaklinga sem eru móttækilegir fyrir fjölskyldumeðferð og vilja þiggja hana. Ástæður tilvísunar gætu verið hegðunarvandi, samskiptavandi, tengslavandi, aðlögunarvandi eða geðrænn vandi foreldra.

Meðferð getur verið frá 2-3 tímum upp í 10 tíma. Það fer eftir vanda og einnig vilja til að taka þátt í meðferðinni. Tilvísanir fara í gegnum félagsþjónustu eða fræðslusvið. Eikin er íbúum að kostnaðarlausu, eins og er.  

Meðferðaraðilar eru Sara Dögg Eiríksdóttir og Hilmar Jón Jónsson sem eru bæði félagsráðgjafar og fjölskyldufræðingar.  Nánari upplýsingar eru hjá Fjölskyldusviði Suðurnesjabæjar í s: 425-3000.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?