Skipulagsfulltrúi
Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar starfar á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og samþykktar bæjarstjórnar um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa svo og öðrum lögum, reglugerðum og samþykktum er varða skipulagsmál í Suðurnesjabæ. Hlutverk skipulagsfulltrúa er að veita íbúum, sveitarstjórnarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum og verktökum upplýsingar og ráðgjöf um skipulagsmál. Skipulagsfulltrúi fer með málsmeðferð skipulagsmála og starfar í umboði sveitarstjórnar.
Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar er Jón Ben. Einarsson
- Sími: 425 3000
- Netfang: jonben@sudurnesjabaer.is