Fara í efni

Listaverkin í bænum

Skynjun

Á hundrað ára afmæli sveitarfélagsins Garðs 15. júní árið 2008 var afhjúpað útilistaverk eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Listaverkið heitir Skynjun og er Konan hávaxna samsett úr mörgum konum og er táknrænt fyrir allar þær konur sem um aldir hafa horft til hafs og beðið heimkomu eiginmanna og sona úr greipum hafsins.Verkið er sex metra hátt og er staðsett við innkomuna í bæinn. Listaverkið afhjúpuðu sjómannskonurnar Ingibjörg Jóhannsdóttir í Vörum og Dagmar Árnadóttir í Skiphól.

mynd af listaverki

Í faðmi vindanna

Það verk sem markaði upphafið að listahátíðinni Ferskir vindar, var verk Mireyu Samper og Víðis Árnasonar „Í faðmi vindanna“ sem Dorrit Moussiaeff afhjúpaði á Garðskaga á sólseturshátíðinni í júní 2010. Dorrit er verndari verkefnisins. Mireya Samper lofaði Ásmundi Friðrikssyni, sem þá var bæjarstjóri að gera listaverk sem ekki myndi fjúka, en verkið er 36 tonn að þyngd.

„Vindarnir eru umfaðmaðir ljósinu,
norðurljós, tunglsljós, sólarljós.
Í Faðmi vindana, ertu í faðmi ljóssins.“

“Embraced by the winds”

mynd af listaverki

Uppljómun

"Uppljómun"
Zilvinas balkevicius
Litháen/Lithuania

„Það má kalla það ýmsum nöfnum en fyrir þann sem hefur það, er það ekki neitt, og það er eitthvað.“

Shunryu Suzuki Roshi 

"Enlightenment"
“You may call it by many names, but for the person who has it, it is nothing, and it is something.”

Shunryu Suzuki Roshi

mynd af listaverki

Hirosima '66

eftir Mikio kawasaki frá japan

Hér eru 66 hnefastórir steinar á stóru steinborði. Það eru 66 ár liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað á Hiroshima og Nagasaki. Í hverjum steini býr mín einlæga von um að þessi sögulegi harmleikur gleymist ekki og að öll kjarnorkuvopn hverfi. Vinsamlegast bætið við einum steini í hauginn á hverju ári þar til kjarnavopn hverfa af jörðunni, í þeirri von um að harmleikurinn endurtaki sig aldrei aftur. Ég vona að þessi haugur hætti að vaxa.

‘‘HIROSHIMA 66’’
There are 66 fist sized rocks on a huge rock-table. It has been 66 years since the atomic bomb was dropped on Hiroshima and Nagasaki. Each rock carries my strong hope to not forget this historical tragedy and that every nuclear weapon disappears. Please add one rock to the pile each year until nuclear weapons disappear from the earth, in the hope that the tragedy will never reoccur.
I hope the pile stops growing.

mynd af listaverki

Trilogia

eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli.
Bjarni Þór, Anna litla Halldórsdóttir og þrír þorskar.

Verkið sýnir mynd af tveimur stórsöngvurum úr Garðinum. Bjarna Thor og Önnu Halldórsdóttur. Verkið stendur í Vörum í Garði, sem er viðeigandi, en Vara ættin er kominn af séra Snorra á Húsafelli, eins og Páll. Anna Halldórsdóttir er ættuð úr Vörum.

Páll Guðmundsson er fæddur og uppalinn á Húsafelli. Þar vinnur Páll að listinni, hann heggur og málar í grjót sem hann finnur í landi Húsafells. Páll segir að hann sjái myndir í steinunum og að hann þurfi oft ekki að gera mikið til að gera myndirnar sýnilegar öðrum. Þetta geta verið tröll, vættir, huldufólk, dýr og menn sem þannig leynast og hann laðar fram. Hann gerir bæði bergþrykk og svellþrykk auk þess að kljúfa steina í sundur til að finna leyndar myndir inni í þeim. Þá steina kallar hann samlokur en þær geta verið af öllum stærðum. Páll notar eingöngu handverkfæri við vinnu sína og náttúruleg liti, oftast liti úr steinunum sjálfum.

mynd af listaverki

Í miðnætursólinni

er verk eftir Jón Adólf Steinólfsson
Álfar og tröll sofa svefni hinna réttlátu munu ekki vakna til lífsins fyrr en ferskir vindar blása. Ís og snjór hylur andlit þeirra, hlaupa af stað þar til þau leggjast til hvílu á ný.
Hér finnur risinn fullkominn frið í merki sólarinnar að vernda og hreinsa bæinn Garð.

"Under the midnight sun"

The elves and trolls are sleeping their sleep. Not until the fresh winds come. When ice and snow covers their faces. They come alive and start to run. Until they lay their heads to rest again
The giant here complete at peace, with the sign of the sun. To protect and clean the town of Garður

mynd af listaverki

Tilveruréttur

eftir Uday singh frá Indlandi/india

Þetta er tilraun til að sannreyna og tengjast hinu óreglulega, sem er grunnhugsunin við gerð minna skúlptúra.
Markmið mitt er að senda frá mér viðkvæm og flókin skilaboð sem eru bókstafleg túlkun á skoðunum mínum um trúna, tilveruna og
tilveruréttinn. Skúlptúrarnir mínir eru í fjölbreytilegum formum til að komast frá því ákveðna í hið óákveðna, frá því kunnuglega í hið
framandi. Markmiðið er að taka hlutina úr þekktu samhengi í grunneiningar sínar, opið fyrir öllum túlkunum.

(Uday singh)

It is an attempt to verify and engage with the principle of uncertanity which resonates deep within the confines of the
”practice“ through my sculptures. I intend to send a series of delicately constructed intricate messages, which are literal translation
of my beliefs on faith, existence and my right to exist. I create multidiminensional forms in my sculptures to surpass the definite
into indefinite, and the familiar into unfamiliar. The main intent resolves around the context of deconstructing the known to its very
elementry basics, where it is free of interpretations.

(Uday Singh)

 mynd af listaverki

Járnhreiðrið

Saulius Valius Litháen/Lithuania

Einstakt völundarhús sem vísindamenn á Íslandi uppgötvuðu fyrir aldalöngu fela í sér þrjú meginatriði – hugvitssemi, þrautseigju og þrek.
Aðeins þeir sem bjuggu yfir þessum eiginleikum hefðu getað komist alla leið og öðlast meiri andlegan styrk ... sem klettar, fjöll og grjót. Ein heild í járnhreiðrinu.

Unique labyrinth some centuries ago discovered by scientists in Iceland, embodies three important features - ingenuity, perseverance and endurance. Only holders of these features could have overcome all the way and become more spiritually stronger ... as rocks, mountains and stones - one in the metal nest.

mynd af listaverki

Horfnar sálir/mannskaði

Tei kobayashi
japan

Rekaviður og eldfjallagrjót. Glötuð líf og leifar þeirra. Ástin sem eftir lifir. Blessun í Garði.

"Dead souls/mannskaði"
Driftwood and volcanic stone. Lost life and their remains. Love that remains. A blessing in Garður.

mynd af listaverki

Kona sjómannsins

eftir myndlistarmanninn Helga Valdimarsson
Verkið stendur við byggðasafnið á Garðskaga.

Helgi Valdimarsson er fæddur í Reykjavík 16. júlí 195x er bílamálari og myndlistamaður. Búsettur á Urðarbraut 4 í Garði. Lærði í leiklistarskóla SÁL, Samband áhugamanna um leiklist. Byrjaði að mála að alvöru fyrir 12 árum síðan.Sótti námskeið hjá Hringi Jóhannessyni og Jóni Guðmundssyni. Nam myndlist hjá Anci DeLuca í Vernon í Bandaríkjunum og fl. Hefur sótt ýmis námseið á Íslandi m.a. hjá Braga Einarssyni og fl.

mynd af listaverki

Saman

Renata Valcik
Litháen/Lithuania

Byrjun ... þegar steinarnir rísa upp og hittast, byrjar ástarsagan á eyjunni sem er umlukin hafinu.

"together"

At the very beginning... when stones get up and meet each other, the love story begins in the island surrounded by ocean.

mynd af listaverki

Morguntungl

eftir Mireyu Samper og Víðir Árnason

Morguntungl í morgundögg, hvílir í kletti, liðast dögg í gárum.
Glitrar og gránar, hvítnar, hverfur.
Tungl í hvíld, tungl í morgundögg.

"Morning moon"

Morning moon in the dew, rests in rock, the dew moves wavelike through grass. Glistening, greying, whitening, fading.
A resting moon, moon in morning dew.

mynd af listaverki

Fjórir vindar

eftir Helga Valdimarsson
Verkið sýnir höfuð áttirnar fjórar og stendur gegnt bæjarskrifstofunum í Garði. Verkið Fjórir vindar gaf Helgi Valdimarsson bæjarfélaginu sumarið 2012.

Helgi Valdimarsson er fæddur í Reykjavík 16. júlí 195x, bílamálari og myndlistamaður og er búsettur á Urðarbraut 4 í Garði. Lærði í leiklistarskóla SÁL, Samband áhugamanna um leiklist. Byrjaði að mála að alvöru fyrir 12 árum síðan. Sótti námskeið hjá Hringi Jóhannessyni og Jóni Guðmundssyni. Nam myndlist hjá Anci DeLuca í Vernon í Bandaríkjunum og fl. Hefur sótt ýmis námseið á Íslandi m.a. hjá Braga Einarssyni og fl.

mynd af listaverki

Ég-me

eftir Manou Máritíus/Mauritius

„Enginn er eyland. Einn er ég ekki neitt. Með trjám, fiskum, lofti, klettum, sjó, orðum og þér erum við ósigrandi, maurarnir vita það.
Þeir kunna að vinna.“

“No man is an island. Alone I am nothing. Together with the trees, fish, air, rocks, sea, words and you we are vital, the ants knows it.
They work well together.”

mynd af listaverki

Hvirfill

Listaverkið Hvirfill sem stendur við Hafnartorg við Sandgerðishöfn var afhjúpað á Sandgerðisdögum árið 2008, Það er úr ryðfríu stáli og í miðju þess er skrúfa úr kopar. Nafnið vísar til þess að skrúfur vélbátanna mynda hvirfil. Listaverkið er eftir Jón Þórisson leikmyndahönnuð og var gert í tilefni þess að liðin eru 100 ár frá því vélbátaútgerð hófst frá Sandgerði

mynd af listaverki

Augað

Listaverkið var unnið af listahóp Starfsskóla Sandgerðisbæjar og eru þrír rammar sem hafa rammað inn fallegt síbreytilegt útsýni af náttúru og lífi.

mynd af listaverki

Álög

Við innkomuna í Sandgerði er listaverkið Álög eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarkonu. Verkið er minnisvarði um sjómenn og samanstendur af þremur rústfríum öldum sem tákna að hafið er eilíft. Maðurinn er unninn úr pottstáli sem ryðgar og er táknmynd þess að maðurinn er forgengilegur. Listaverkið var sett upp í tilefni af 100 ára afmæli Miðneshrepps árið 1986.

mynd af listaverki

Getum við bætt efni síðunnar?