Fara í efni

Gistihús

Garður

 Lighthouse inn Garður

Fjölskyldurekið hótel við Norðurljósaveg 2. Hótelið opnaði árið 2017. 

Hótelið er alveg við Garðskaga í mjög fallegu umhverfi. Keflavíkurflugvöllur er í 10 mínútna fjarlægð. 

https://www.lighthouseinn.is/

Gistihúsið Garður

Fjölskyldurekið 7 íbúða gistiheimili staðsett á Skagabraut 46 og Skagabraut 62 í Garði. Gistihúsið Garður er í nálægð við Garðskaga í þægilegu, fallegu og rólegu umhverfi. Keflavíkurflugvöllur er í 10 mínútna fjarlægð.

guesthousegardur.is

Seaside Guesthouse

Gistiheimilið Seaside Guesthouse er staðsett á Rafnkelsstöðum, 100 metra frá Atlantshafinu. Wi-Fi Internetið og bílastæðin eru ókeypis en nýleg og einföld herbergin innifela aðgang að sameiginlegu eldhúsi. Keflavíkurflugvöllur er í 10 km fjarlægð.

Svæðin við gistihúsin bjóða upp á auðugt fuglalíf og eru vinsæl meðal fuglaskoðara. Öðru hverju er mögulegt að sjá hvali og höfrunga frá landi. Golfvöllurinn í Sandgerði og Leiru eru í 5 – 10 mínútna akstursfjarlægð. Reykjavík er í 50 mínútna fjarlægð.

Seaside.is

Sandgerði

Istay Cottages

Þessir bústaðir eru úr við og eru staðsettir í Sandgerði, í 10 mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli.

Öll gistirými á iStay Cottages hafa aðgang að sameiginlegri baðaðstöðu. Til staðar er sameiginleg borðstofa með kaffiaðstöðu, katli, örbylgjuofni, brauðrist, grilli, helluborði og ísskáp. Þar er einnig þvottavél til almenningsnota.

Ókeypis bílastæði eru við iStay Cottages. Gestir fá ókeypis aðgang að sundlaug bæjarins, heita pottinum og gufubaðinu. Vinsælt er að fara í gönguferðir á svæðinu.

Tjaldsvæðið

Tjaldsvæðið er staðsett við Byggðaveginn. Í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu eru salerni, sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn, einnig er hægt að fá afnot af þvottavél og þurrkara.

Hjólastjólaaðgengi er að salernum og sturtum.  Á tjaldsvæðinu eru rafmagnstenglar og aðstaða til að losa salerni húsbíla og vatnsáfylling.

Fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli: 9 km.

Fjarlægð frá Reykjavík: 54 km.

Getum við bætt efni síðunnar?