Skipurit
Skipurit Suðurnesjabæjar
Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar
Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar er Magnús Stefánsson.
Stjórnsýslu- og fjármálasvið
Sviðsstjóri: Árni Gísli Árnason
Sviðið er stoðsvið annarra sviða sem heldur utan um gæðaferla og er ætlað að tryggja að faglegri stjórnsýslu sé sinnt innan allra sviða Suðurnesjabæjar. Þá heyra fjármál, innkaupamál og reikningshald, skjalastjórnun, málefni persónuverndar, upplýsingatæknimál og starfræn þjónusta undir sviðið. Stjórnsýslusvið heldur að auki utan um markaðs – og menningarmál og sinnir upplýsingagjöf, m.a. til íbúa, starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
Velferðarsvið
Sviðsstjóri: Guðrún Björg Sigurðardóttir
Velferðarsvið veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu með það að meginmarkmiði að styðja við íbúa og stuðla að auknum lífsgæðum þeirra. Sviðinu er ætlað að veita íbúum heildstæða og samþætta þjónustu með velferð þeirra að leiðarljósi.
Mennta- og tómstundavið
Sviðsstjóri: Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir
Mennta- og tómstundasvið veitir börnum og fjölskyldum heildstæða skóla- og frístundaþjónustu í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum og tónlistarskólum. Sviðið sinnir einnig rekstri íþróttamannvirkja og styður við samstarf hagsmunaaðila. Skrifstofa sviðsins heldur utan um stefnumótun, þróun og faglega stjórnun þeirra fjölbreyttu þjónustu og verkefna sem unnin eru á sviðinu.
Skipulags- og umhverfissvið
Sviðsstjóri: Jón Ben Einarsson
Sviðið annast málefni skipulags- og framkvæmda í Suðurnesjabæ og veita starfsmenn leiðbeiningar og annast m.a. lögformlega afgreiðslu skipulagserinda, sinna eftirliti með byggingum, lóðauppdráttum, skráningum á fasteignum og lóðum. Sviðið hefur einnig umsjón með fasteignum og viðhaldi eigna og mannvirkja Suðurnesjabæjar.
Sandgerðishöfn
Sandgerðishöfn er B-hluta félag með hafnarstjórn og starfar eftir hafnarlögum nr.61/2003.
Hafnarstjóri er Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Mannauðs- og kjaramál
Mannauðsstjóri: Haukur Þór Arnarson
Mannauðs- og kjaramál er stoðdeild og vinnur þvert á öll svið sveitarfélagsins. Helstu verkefni snúa að ráðgjöf og stuðningi við stjórnendur og starfsfólk vegna mannauðsmála, kjaramála, launavinnslu, túlkun og framkvæmd kjarasamninga.
Framkvæmdastjórn:
Framkvæmdastjórn Suðurnesjabæjar er skipuð bæjarstjóra, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðstjóra mennta- og tómstundasviðs, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og mannauðsstjóra.
Staðgengill bæjarstjóra er sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.