Skipurit
Skipurit Suðurnesjabæjar
Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar
Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar er Magnús Stefánsson.
Stjórnsýslusvið
Sviðsstjóri: Bergný Jóna Sævarsdóttir
Sviðið er stoðsvið annarra sviða sem heldur utan um gæðaferla og er ætlað að tryggja að faglegri stjórnsýslu sé sinnt innan allra sviða Suðurnesjabæjar. Þá heyra fjármál, innkaupamál og reikningshald, mannauðs- og launamál, skjalastjórnun, málefni persónuverndar, upplýsingatæknimál og starfræn þjónusta undir sviðið. Stjórnsýslusvið heldur að auki utan um markaðs – og menningarmál og sinnir upplýsingagjöf, m.a. til íbúa, starfsmanna og kjörinna fulltrúa.
Fjölskyldusvið
Sviðsstjóri: Guðrún Björg Sigurðardóttir
Fjölskyldusvið Suðurnesjabæjar sinnir verkefnum sem snúa að fjölskyldunni og samanstendur af þremur stoðum: félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu. Sviðinu er ætlað að veita íbúum heildstæða og samþætta þjónustu með velferð þeirra að leiðarljósi.
Skipulags- og umhverfissvið
Sviðsstjóri: Jón Ben Einarsson
Sviðið annast málefni skipulags- og framkvæmda í Suðurnesjabæ og veita starfsmenn leiðbeiningar og annast m.a. lögformlega afgreiðslu skipulagserinda, sinna eftirliti með byggingum, lóðauppdráttum, skráningum á fasteignum og lóðum. Sviðið hefur einnig umsjón með fasteignum og viðhaldi eigna og mannvirkja Suðurnesjabæjar.
Sandgerðishöfn
Sandgerðishöfn er B-hluta félag með hafnarstjórn og starfar eftir hafnarlögum nr.61/2003.
Hafnarstjóri er Magnús Stefánsson, bæjarstjóri.
Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn Suðurnesjabæjar er skipuð bæjarstjóra, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og fjármálastjóra.
Staðgengill bæjarstjóra er sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.