Fara í efni

Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar

Magnús Stefánsson hóf störf sem bæjarstjóri Suðurnesjabæjar þann 15. ágúst 2018.

Magnús er viðskiptafræðingur (MBA) frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur lengi starfað að sveitarstjórnarmálum, var bæjarritari Ólafsvíkurkaupstaðar 1982-1985 og síðar sveitarstjóri Eyrarsveitar (Grundarfjarðarbær) 1990-1995. Magnús var alþingismaður á árunum1995-1999 og aftur 2001-2009, þar af félagsmálaráðherra frá 2006 til 2007. Hann var framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi 1999-2001. Magnús var bæjarstjóri Sveitarfélagsins Garðs 2012-2018.

Magnús hefur starfað að ýmsum félagsmálum og verið virkur tónlistarmaður frá unglingsárum. Sem alþingismaður vann hann að margskonar málefnum, sat í starfshópum og nefndum sem fjölluðu um hin ólíkustu mál. Hann var m.a. formaður fjárlaganefndar Alþingis í þrjú ár og þá hefur hann átt sæti í stjórnum ýmissa fyrirtækja. 

Magnús Stefánsson er giftur Sigrúnu Drífu Óttarsdóttur og eiga þau tvö börn, Guðrúnu f. 1987 og Guðmund f. 1991.

 

Molar úr Suðurnesjabæ

Getum við bætt efni síðunnar?