Fara í efni

Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld

Af öllum nýbyggingum og viðbyggingum, hvort sem er á eignar- eða leigulóðum í þéttbýli í Suðurnesjabæ skal greiða tilheyrandi gjöld til bæjarsjóðs eftir því sem nánar segir til um í samþykkt um gatnagerðargjöld. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006.

Einnig skal greiða vegna sömu framkvæmda stofngjald vatnsveitu skv. lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, stofngjald fráveitu skv. lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009, tengigjald holræsa skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Byggingarleyfisgjöld greiðast skv. lögum um mannvirki nr. 160/210. Gjöld vegna framkvæmdaleyfa og skipulagsvinnu greiðast skv. skipulagslögum nr. 123/2010.

Fjárhæðir taka breytingum 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss.

Samþykkt um gatnagerðargjald

Getum við bætt efni síðunnar?