Fara í efni

Eldgos

Eldvirkni á Íslandi er á belti sem nær frá Reykjanesskaga í suðvestri norður í Langjökul og Hofsjökul, frá Vestmannaeyjum um vestanverðan Vatnajökul og norður fyrir land. Að auki er nokkur eldvirkni á Snæfellsnesi. Alls er um að ræða yfir 30 virk eldfjallakerfi.

Eldgos geta hafist fyrirvaralaust, en gera þó oftast boð á undan sér, t.d. með jarðskjálftum og jarðskorpuhreyfingum sem greinast á mælum Veðurstofunnar og fleiri stofnana.

Getum við bætt efni síðunnar?