Fara í efni

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar

 

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar er skipuð

  • Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar (D) ¦ einarjon@sudurnesjabaer.is
  • Magnús S. Magnússon  (D) ¦ magnussigfus@sudurnesjabaer.is
  • Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, (D)  ¦ oddny@sudurnesjabaer.is
  • Anton Kristinn Guðmundsson,  (B) ¦ anton@sudurnesjabaer.is
  • Úrsúla María Guðjónsdóttir, (B) ¦ ursula@sudurnesjabaer.is
  • Jónína Magnúsdóttir, (O) ¦ jonina@sudurnesjabaer.is
  • Laufey Erlendsdóttir , (O) ¦ laufey@sudurnesjabaer.is
  • Sigursveinn Bjarni Jónsson, (S) ¦ sigursveinn@sudurnesjabaer.is
  • Elín Frímannsdóttir, (S) ¦ elinf@sudurnesjabaer.is

Hlutverk bæjarstjórnar

Bæjarstjórn fer með stjórn sveitarfélagsins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, með síðari breytingum, annarra laga og samþykkt nr. 450 frá 2018. Bæjarstjórn hefur ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. 

Meðal verkefna bæjarstjórnar er:
  1. Að sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélagsins.
  2. Að kjósa forseta og varaforseta bæjarstjórnar, sbr. 13. gr. sveitarstjórnarlaga, bæjarráð og aðrar nefndir, ráð og stjórnir skv. V. kafla sveitarstjórnarlaga, að ráða löggiltan endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki sem annast skal endurskoðun hjá sveitarfélaginu, sbr. VII. kafla sveitarstjórnarlaga.
  3. Að setja bæjarstjórn siðareglur, sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga.
  4. Að ákveða stjórnskipun sveitarfélagsins, ráða bæjarstjóra, sbr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga og aðra starfsmenn í æðstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins, sbr. 56. gr. laganna.
  5. Að móta stefnu fyrir starfsemi sveitarfélagsins, deilda og stofnana, setja starfsemi sveitarfélagsins reglur, setja samþykktir og gjaldskrár, eftir því sem lög mæla fyrir um og þörf krefur.
  6. Að fara með fjárstjórnarvald sveitarfélagsins, sbr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga og gera fjárhagsáætlanir, sbr. 62. gr. sömu laga.

Nr. 450 18. apríl 2018
7. Að bera ábyrgð á fjármálum sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja, sbr. 77. gr. sveitarstjórnarlaga og VIII. kafla samþykktar þessarar og taka ákvarðanir um verulegar skuldbindingar sveitarfélagsins til lengri tíma. 8. Að hafa eftirlit með framkvæmd samstarfsverkefna og þjónustusamninga, sbr. IX. kafla sveitarstjórnarlaga. 9. Að veita íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess upplýsingar um málefni sem snerta hagi þeirra og um samstarf sem sveitarfélagið hefur við önnur sveitarfélög, sbr. 103. gr. sveitarstjórnarlaga. 10. Að setja nefndum, ráðum og stjórnum erindisbréf þar sem kveðið er á um hlutverk þeirra, valdsvið, starfshætti og starfshætti þeirra í samræmi við lög, reglugerðir og almennar samþykktir bæjarstjórnar.

Getum við bætt efni síðunnar?