Vinnuskóli Suðurnesjabæjar
Vinnuskóli Suðurnesjabæjar býður öllum grunnnskólanemum í 8. - 10. bekk sumarstarf. Vinnuskólinn er almennt fyrsta starf ungmenna og leggjum við áherslu á fræðandi, skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi. Ungmenni fá tækifæri til þess að mynda ný tengsl, ásamt því að öðlast reynslu í mannlegum samskiptum og virðingu gagnvart umhverfi sínu. Vinnuskólinn tilheyrir mennta- og tómstundasviði Suðurnesjabæjar og eru því virkni, forvarnir og fræðsla í fyrirrúmi
Hefðbundið starf Vinnuskólans felur í sér fegrun á umhverfinu, um leið og ungmennin þjálfast í vinnubrögðum sem skila sér út í samfélagið til framtíðar. Ungmenni hafa einnig kost á að sækja um fjölbreytt sumarstöf hjá samstarfsaðilum Vinnuskólans, þ.e. íþróttafélögum eða ákveðnum stofnunum Suðurnesjabæjar.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Suðurnesjabæjar.
Umsóknir í Vinnuskóla Suðurnesjabæjar fara í gegnum umsóknarvefinn Völu en til þess að geta farið inn á síðuna þarf að notast við rafræn skilríki eða íslykil. Einnig er hægt að fá aðstoð við umsóknir í þjónustuveri Suðurnesjabæjar en athygli er vakin á því að ekki er hægt að klára umsókn án þess að hafa reikningsnúmer umsækjanda.
Upplýsingar um vinnuskóla er hægt að nálgast :
- Sími 425 3000
- Netfang: vinnuskoli@sudurnesjabaer.is
Reglur vinnuskóla Suðurnesjabæjar
Reglur Vinnuskólans
- Vanvirðing af einhverjum toga, svo sem niðrandi tal, fordómar, hættulegt atferli og annað ofbeldi er með öllu óheimilt.
- Notkun tóbaks og nikótíns er óheimil. Sama gildir um áfengi, veip og önnur vímuefni.
- Orku/koffíndrykkir eru ekki leyfðir.
Í kaffitímum eru ungmenni hvött til að hafa með sér heilsusamlegt nesti. - Símanotkun, þ.m.t. myndbands-, hljóð- og myndataka er óheimil á vinnutíma.
Gerð er undantekning varðandi tónlist, hún er aðeins leyfileg í öðru eyra, öryggisins vegna. - Notkun faratækja ungmenna er á óheimil á vinnutíma til þess að gæta öryggis þeirra, sem og jafnréttis hvað varðar burð á verkfærum.
Starfsfólk metur hvert tilfelli fyrir sig og í samráði við forsjáraðila. - Ungmenni skulu vera klædd í samræmi við verður og vinnuaðstæður hverju sinni.
- Ungmenni skulu ávallt vera í vinnuvestum á vinnutíma.
- Ungmennum ber að gæta vel að umhverfi sínu þar á meðal eigum Vinnuskólans og annarra.
- Ungmenni bera ábyrgð á fatnaði og öðrum eigum sínum.
Ungmennum ber að fara eftir reglum og hlíta fyrirmælum starfsfólks vinnuskólans í því sem starfinu viðkemur. Ef hegðun ungmennis reynist verulega áfátt ber starfsfólki að leita orsaka þess og reyna að ráða bót á því í samvinnu við ungmennið. Verði ekki breyting til batnaðar kemur samskiptateymi Vinnuskólans til með að leita úrbóta í samráði við forsjáraðila. Brot á reglum vinnuskólans geta varðað áminningu, sem getur leitt til brottvísunar úr starfi ef um alvarleg eða ítrekuð brot er að ræða.
Umsjónamaður Vinnuskólans og flokkstjórar leitast við að leysa úr ágreiningi og samskiptavanda um leið og hann kemur upp. Yfirleitt tekst að leysa vandamál áður en grípa þarf til frekari aðgerða, aðkomu forsjáraðila eða þriðja aðila. Reynslan sýnir að samvinna starfsfólks vinnuskóla og forsjáraðila er lykilatriði við að leysa úr málum.
Algengar spurningar og svör
Hvað er vinnuskólinn?
Vinnuskóli Suðurnesjabæjar er fyrir öll 14-16 ára ungmenni búsett í Suðurnesjabæ. Allir sem sækja um fá starf í skólanum.
Af hverju ætti ég að sækja um starf í Vinnuskólanum?
Vinnuskólinn er almennt fyrsta starf ungmenna því kjörið tækifæri fyrir ungmenni til þess að öðlast reynslu í fræðandi, hvetjandi og jákvæðu starfsumhverfi. Þar geta ungmenni öðlast reynslu á að efla mannleg samskipti, tengsl og virðingu gagnvart umhverfi sínu. Vinnuskólinn tilheyrir mennta- og tómstundasviði Suðurnesjabæjar og því eru forvarnir og fræðsla í fyrirrúmi.
Hvað er ég að vinna lengi?
Sumarið 2024 fá hóparnir að vinna í 7 vikur, 10. júní til 31. júlí.
Vinnutími: unnið er mánudaga - fimmtudaga
8. bekkur = 8:30 -12:00
9. bekkur = 8:30 -12:00 og 13:00 -15:30
10. bekkur = 8:30 -12:00 og 13:00 -15:30
Fæ ég matarhlé?
Já, allir fá klukkustundar ólaunað matarhlé en einnig er einn kaffitími sem tekinn er fyrir hádegi.
Hvenær fær ég útborgað?
Launatímabil Vinnuskólans eru frá 16. til 15. hvers mánaðar. Útborgunardagur er fyrsta hvers mánaðar. Hægt er að skoða tímaskráningar rafrænt inn á Völu.
Hvað er skattkort og hvað á ég að gera við það?
Allir launþegar á Íslandi sem eiga hér fasta búsetu og hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á svokölluðum persónuafslætti og er skattkortið til þess gert að halda utan um það. Árið 2016 voru öll skattkort gerð rafræn og eru nemendur beðnir um að senda beiðni um notkun skattkorts á tölvupóstfangið laun@sudurnesjabaer.is. Taka þarf fram ef verið er að nota persónuafslátt á öðrum vinnustað og þá hvernig nemandi vill að persónuafsláttur skiptist. Allir nemendur eldri en 16 ára þurfa að skila inn stöðu á skattkorti.
Þarf ég að borga hluta af laununum mínum í lífeyrissjóð?
Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðarmót eftir 16 ára afmælisdaginn.
Hvert fara launin mín?
Launin eru lögð inn á bankareikning ungmennanna og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn. Aðeins er hægt að nota bankareikning ungmennisins.
Hvert á ég að mæta?
Í Vinnuskóla Suðurnesjabæjar eru tvær starfsstöðvar, ein í Garði og ein í Sandgerði og velja umsækjendur sér starfstöð í umsóknarferlinu.
Get ég skipt um hóp?
Hægt er að óska eftir breytingum á hóp, en flokkstjórar þurfa að meta það hverju sinni hvort það henti.
Hvað á ég að gera ef ég er veik(ur)? Fæ ég borgað fyrir daginn?
Forsjáaðilum ber að tilkynna forföll eða leyfi í gegnum Völu eða senda tölvupóst á vinnuskoli@sudurnesjabaer.is.
Veikindadagar eru ekki greiddir.
Má ég reykja/vape-a í vinnunni?
Nei, Vinnuskóli Suðurnesjabæjar er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður. Þar með talið eru rafsígarettur (vape) og nikótínpúðar bannaðar.
Laun í vinnuskóla 2024
8. bekkur: 1064 krónur á tímann og í boði er að vinna í 7 vikur í alls 112 tíma. (4 klst á dag)
9. bekkur: 1330 krónur á tímann og í boði er að vinna í 7 vikur í alls 182 tíma.
10. bekkur: 1596 krónur á tímann og í boði er að vinna í 7 vikur í alls 182 tíma.
Athugið að hægt er að skrá sig inn á Vala vinnuskóli til að skoða tímaskráningar.
Skila inn stöðu á skattkorti: Þeir sem eru 16 ára á árinu þurfa að skila inn upplýsingum um stöðu á skattkorti eða hvort það sé ónýtt til launafulltrúa á netfangið laun@sudurnesjabaer.is. Hægt er að skrá sig inn á skattur.is og sækja upplýsingar þaðan. Skattkortið er rafrænt en ekki er hægt að sækja þessar upplýsingar fyrir þriðja aðila vegna persónuverndarlaga. Ef þessum upplýsingum er ekki skilað er reiknaður fullur skattur af launum.