Um Garðinn
Garður er byggðakjarni á nyrsta odda Reykjanesskagans á innanverðu Miðnesi. Sveitarfélagið Garður sameinaðist Sandgerði þann 10. júní 2018 og heitir nú Suðurnesjabær.
Gerðaskóli er einn af elstu starfandi barnaskólum á landinu og var skólinn stofnaður árið 1872 af séra Sigurði B Sívertsen sem var þá prestur á Útskálum í rúmlega hálfa öld. Séra Sigurður átti einnig frumkvæði að byggingu núverandi Útskálakirkju árið 1861.
Skjaldamerki sveitarfélagsins samanstóð af vitunum tveimur sem hægt er að sjá á Garðskaga.
Björgunarsveitin Ægir var stofnað árið 1935 og gegnir enn víðamiklu starfi .
Knattspyrnufélagið Víðir var stofnað 11. maí 1936.
Á vef Hagstofunnar er hægt að sjá íbúafjölda byggðakjarna og sveitarfélaga.