Fara í efni

Náttúrustofa Suðvesturlands

Náttúrustofa Suðvesturlands er ein af átta náttúrustofum landsins. Hún er staðsett á Garðvegi 1 í Suðurnesjabæ og er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Umdæmi Náttúrustofu Suðvesturlands er hið svokallaða „Landnám Ingólfs“ sem nær frá Hvalfjarðarbotni, um Þingvallavatn, niður Sogið og til ósa Ölfusár. 


Náttúrustofan var stofnuð árið 2000 og hét þá Náttúrustofa Reykjaness. Gekk hún undir því nafni fram til ársloka 2012 en þá var nafninu breytt í Náttúrustofu Suðvesturlands til að endurspegla starfsvæði stofunnar og til samræmis við landshlutabundin nöfn annarra náttúrustofa. 

 

Getum við bætt efni síðunnar?