Félagsmiðstöðvar unglinga
Í Suðurnesjabæ eru tvær félagsmiðstöðvar fyrir ungmenni, félagsmiðstöðin Elding og félagsmiðstöðin Skýjaborg.
Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna tómstunda- og félagsmálum utan hefðbundis skólatíma. Markhópur félagsmiðstöðvanna eru ungmenni í 8.-10. bekk, en einnig er í boði starf fyrir 5.-7.bekk. Félagsmiðstöðvar eiga að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum meðal barna og unglinga og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Starfsemi félagsmiðstöðvanna er skipulögð af ungmennunum sjálfum í samráði við starfsfólk.
Boðið er upp á fjölbreytt skipulagt tómstundastarf þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikilvægt er að börn og ungmenni finni að þau séu velkomin og talað sé við þau á jafnréttisgrundvelli. Einnig gegnir félagsmiðstöðin ákveðnu forvarnarhlutverki, hvort heldur sem er í gegnum leik eða skipulögðu forvarnarstarfi.
Félagsmiðstöðin Elding Garði
- Sími: 425 3172
- Facebook: Félagsmiðstöðin Elding
- Snapchat: Eldingin Garði
- Instagram: eldingingardi
Félagsmiðstöðin Skýjaborg Sandgerði
- Sími 425 3038
- Facebook: Félagsmiðstöðin Skýjaborg
- Snapchat: Skyjaborg Felagsmidstod
- Instagram: skyjaborgfelagsmidstod
Tómstundafulltrúi og forstöðukona er Elín Björg Gissurardóttir.
Netfang: elin@sudurnesjabaer.is