Fara í efni

Björgunarsveitir

Björgunarsveitin Sigurvon er elsta sjóbjörgunarsveit landsins sem stendur enn fyrir virku björgunar- og félagsstarfi. Björgunarsveitin hefur sinnt öryggis og slysavörnum til lands og sjávar frá Sandgerði frá árinu 1928 og er sveitin fyrsta björgunarsveitin sem stofnuð var innan Slysavarnarfélags Íslands.

Í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði starfa Björgunarmenn sem allir hafa lokið grunnþjálfun (Björgunarmaður 1) hjá Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins landsbjargar og margir sem hafa menntað sig enn frekar. Innan sveitarinnar er líka nýliða hópur og svo unglingadeildin Von.

 Björgunarsveitin Sigurvon
Björgunarsveitin Sigurvon

 

Björgunarsveitin Ægir var stofnuð árið 1935. Framan af var sjóbjörgun aðalstarfsemi sveitarinnar vegna tíðra sjóslysa við Garðskaga og ströndina innan af honum. Síðan sveitin var stofnuð hefur sveitin bjargað fjölmörgum skipverjum af innlendum og erlendum skipum. Aldrei hafa orðið mannskaðar við þær aðgerðir.

Helstu viðfangsefni sveitarinnar í dag eru leit og björgun við strendur Íslands, leit og björgun á landi, þátttakendur í skipulagi Almannavarna Ríkisins.

 Björgunarsveitin Ægir
Björgunarsveitin Ægir

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?