Fara í efni

Samningur um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli

Fimmtudaginn 19. september sl. staðfestu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Suðurnesjabær er eitt af þessum sveitarfélögum og bæjarstjóri Magnús Stefánsson undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Það er fagnaðarefni að þetta verkefni sé orðið að veruleika, enda eru góð og öflug fjarskipti undirstaða nútíma búsetugæða um allt land. Nánari upplýsingar um málið eru á vefsíðu Stjórnarráðsins: Stjórnarráðsins