Fara í efni

Íþróttir og tómstundir

Íþrótta- og tómstundafélög

 Víðir logo

Knattspyrnufélagið Víðir Garði

   
 Reynir logo  

Knattspyrnufélagið Reynir Sandgerði

   
 golfklúbbur  

Golfklúbbur Sandgerðis

   

Kvenfélagið Hvöt í Sandgerði

   

Kvenfélagið Gefn í Garði

  • Facebook: Kvenfélagið Gefn
  • Nánari upplýsingar á hjá Herborgu Hjálmarsdóttur í síma 422 7154 og 864 1601

 

Íþróttamaður Suðurnesjabæjar

Í Suðurnesjabæ eru margir framúrskarandi íþróttamenn sem skara framúr hver á sínu sviði. Ár hvert velur íþrótta- og tómstundaráð íþróttamann til að veita viðurkenningu fyrir sinn árangur það árið. 

Íþróttamenn Suðurnesjabæjar

  • 2023 Ástvaldur Ragnar Bjarnason, boccia.
  • 2022 Amelía Rún Fjeldsted, knattspyrna.
  • 2021 Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrna.
  • 2020 Daníel Arnar Ragnarsson, Taekwondo.
  • 2019 Magnús Orri Arnarsson, Fimleikar, special olympics.
  • 2018 Katla María Þórðardóttir, Knattspyrna.

Reglur vegna kjörs á íþróttamanni ársins í Suðurnesjabæ

1. grein

Val á íþróttamanni ársins skal kynnt á hátíðarsamkomu sem haldin skal fyrir 30. janúar ár hvert.

2. grein

Íþróttamaður ársins verður að vera í íþróttafélagi innan Íþrótta- og Ólympíu- sambands Íslands og vera búsettur í Suðurnesjabæ eða keppir fyrir hönd íþróttafélags í sveitarfélaginu.

3. grein

Íþrótta og tómstunda ráð skal sjá um að velja íþróttamann ársins hverju sinni úr hópi tilnefndra aðila.

4. grein

Íþróttafélög í Suðurnesjabæ tilnefna íþróttamenn til kjörsins, einn fyrir hverja íþróttagrein sem hjá þeim er stunduð. Íþrótta og tómstundaráð hefur heimild til að tilnefna til kjörsins íþróttamenn búsetta í Suðurnesjabæ sem stunda íþrótt sína með félagi utan bæjarmarkanna en þó einungis einn í hverri íþróttagrein. Allar tillögur skulu rökstuddar. Tilnefndir íþróttamenn skulu hafa náð 15 ára aldri á keppnisárinu.

5. grein

Íþróttamaður ársins í Suðurnesjabæ hlýtur við útnefningu farandbikar til eins árs og bikar til eignar. Allir tilnefndir íþróttamenn hljóta sérstaka viðurkenningu.

6. grein

Íþrótta- og tómstundaráð velur auk þess aðila til að veita viðurkenningu fyrir óeigingjart starf í þágu Íþrótta- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu. Óskað skal vera eftir tilnefningum. Viðurkenningin skal veitt á hátíðarsamkomu þar sem íþróttamaður ársins er heiðraður.

7. grein

Framkvæmd hátíðarsamkomu:

Æskilegast er að sem flestir bæjarbúar eigi kost á því að fylgjast með kjöri á íþróttamanni Suðurnesjabæjar. Hátíðarsamkoman þar sem verðlaunin eru veitt skal vera opin og auglýst. Boðsbréf skulu send út til þeirra íþróttamanna sem eru tilnefndir.

8. grein

Reglugerð þessi fellir úr gildi allar fyrri reglugerðir og bókanir um kjör á íþróttamanni ársins í Sandgerði. Reglugerð þessa má endurskoða fyrir 30. nóvember ár hvert og taka breytingar þá gildi á næsta ári þar á eftir.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?