Fara í efni

Ungmennaráð

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar kom saman á sínum fyrsta fundi föstudaginn 9. júlí. Sjö fulltrúar á aldrinum 13 til 20 ára hafa verið skipaðir í ráðið og munu þeir funda reglulega undir handleiðslu deildarstjóra frístundamála. Tilgangur Ungmennaráðs Suðurnesjabæjar er m.a. að vera bæjarstjórn, bæjarstjóra og nefndum Suðurnesjabæjar til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Þá er ráðið einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að þjálfa lýðræðisleg vinnubrögð ásamt því að koma skoðunum ungs fólks til réttra aðila innan stjórnsýslukerfisins.

Fundargerðir Ungmennaráðs og annarra fastanefnda má finna á vef Suðurnesjabæjar.

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar er skipað eftirtöldum aðilum:

Gerðaskóli
  • Aðalmaður er Hafþór Ernir Ólason og Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir til vara.
Sandgerðisskóli
  • Aðalmaður er Salóme Kristín Róbertsdóttir og Gunnar Freyr Ólafsson til vara.
Björgunarsveitin Sigurvon
  • Aðalmaður er Lilja Guðrún Vilmundardóttir og Yngvar Adam Gústafsson til vara. Fulltrúi Sigurvonar situr í Ungmennaráði árið 2021.
Knattspyrnufélagið Víðir
  • Aðalmaður er Jóhann Helgi Björnsson og Eyþór Ingi Einarsson til vara. Fulltrúi Víðis situr í Ungmennaráði árið 2021.
Knattspyrnufélagið Reynir
  • Aðalmaður Ester Grétarsdóttir, Sigurbjörn Bergmann til vara. Fulltrúi Reynis situr í Ungmennaráði árið 2022.
Félagsmiðstöðin Skýjaborg
  • Aðalmaður er Sara Mist Atladóttir og Díana Guðrún Kristinsdóttir til vara.
Félagsmiðstöðin Elding
  • Aðalmaður er Heba Lind Guðmundsdóttir.
Fulltrúi framhaldsskólanema
  • Aðalmaður er Irma Rún Blöndal og Valur Þór Magnússon til vara.
Getum við bætt efni síðunnar?