Vertu með
Hér er hægt að nálgast bæklinginn Vertu með sem gefinn er út af Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands. Bæklingurinn er gefinn út á átta tungumálum og fjallar um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingarnir eru til á arabísku, ensku, filippeysku, íslensku, litháísku, pólsku, tælensku og á víetnömsku.