Fara í efni

Laus störf hjá Suðurnesjabæ

Velkomin á ráðningarvef Suðurnesjabæjar

Hjá Suðurnesjabæ starfa um 400 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Sveitarfélagið býður upp á gott, heilsusamlegt og fjölskylduvænt starfsumhverfi þar sem áhersla er að allir fái að njóta sín í starfi. Áhersla er á góð samskipti og jákvæðan starfsanda  á starfsstöðvum sveitarfélagsins.

Meðferð starfsumsókna hjá Suðurnesjabæ

  • Öll störf hjá Suðurnesjabæ eru auglýst nema um sé að ræða tímabundin afleysingarstörf til skemmri tíma en 12 mánaða.
  • Allar umsóknir um störf hjá Suðurnesjabæ fara í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr 77/2014.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál. Mannauðsstjóri ásamt stjórnenda þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast um störf hjá sveitarfélaginu.

Hér fyrir neðan eru að finna upplýsingar um laus störf hjá sveitarfélaginu á hverjum tíma.

Ef þú lendir í vandræðum með að sækja um starf hjá sveitarfélaginu vinsamlegast sendu póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is

Sandgerðisskóli
Starfsheiti
Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur frá:
28.06.2023
Umsóknarfrestur til:
31.05.2024
Tengiliður:
mannaudur@sudurnesjabaer.is

Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla Suðurnesjabæjar.

 

Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

 

Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

 

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.

 

Gerðaskóli
Starfsheiti
Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur frá:
28.06.2023
Umsóknarfrestur til:
31.05.2024
Tengiliður:
mannaudur@sudurnesjabaer.is

Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf innan grunnskóla Suðurnesjabæjar.

 

Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

 

Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

 

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.

 


Umsóknarfrestur frá:
14.03.2024
Umsóknarfrestur til:
31.03.2024
Tengiliður:
Jón Ragnar Ástþórsson

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra Gerðaskóla. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir leiðtogahæfileikum, hafi viðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að viðhalda öflugu skólasamfélagi í samvinnu við íbúa og starfsfólk skólans.

 

Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Í skólanum starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn sem leggja áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

 

Húsnæði skólans er rúmgott og skólalóðin stór og skemmtileg til útivistar. Tónlistarskólinn er með aðstöðu í tónmenntastofu í skólanum og er frístundaskólinn einnig starfræktur innan veggja hans. Leiðarljós Gerðaskóla er virðing, ábyrgð, árangur og ánægja.

 

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni www.gerdaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

 

  • Er staðgengill skólastjóra
  • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans í samráði við skólastjóra
  • Veita skólanum faglega forystu í samstarfi við skólastjórnendur
  • Móta framtíðarsýn í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla, lög um grunnskóla og stefnu sveitarfélagsins í skólamálum
  • Vinnur við þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Stuðla að framförum, árangri, velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
  • Er í samvinnu við fræðsluyfirvöld í sveitarfélaginu um stefnumótun og ákvarðanatökur
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Leyfisbréf sem kennari
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða kostur
  • Farsæl kennslu og/eða stjórnunarreynsla
  • Leiðtogafærni, frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt
  • Þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku

 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu.

 

Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31.mars 2024 en ráðið er í stöðuna frá 1.ágúst næstkomandi.

 

Umsókn óskast fyllt út á heimasíðu sveitarfélagsins www.sudurnejsabaer.is og henni skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi til að nota starfsheitið kennari, kynningarbréf og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið, upplýsingar um farsæl verkefni sem umsækjandi hefur leitt, upplýsingar um umsagnaraðila og annað er málið varðar.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Ragnar Ástþórsson, skólastjóri Gerðaskóla, jonragnar@gerdaskoli.is eða í síma 425-3000.

 

 

 

Velferðarsvið
Starfsheiti
Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur frá:
01.08.2023
Umsóknarfrestur til:
31.05.2024
Tengiliður:
mannaudur@sudurnesjabaer.is

Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn í tímabundið afleysingastarf sem tengist málefnum fatlaðra.

 

Hér er einungis um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

 

Vinsamlegast taktu fram ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu í umsóknarforminu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst og þá leita stjórnendur eða mannauðsstjóri í umsóknargrunninum vegna afleysingarstarfa. Umsóknir hér eru aðeins skoðaðar í tímabundin afleysingastörf og koma ekki til greina við úrvinnslu á störfum sem eru auglýst sérstaklega. Því hvetjum við þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

 

Umsókn þín um afleysingarstarf er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um tímabundin afleysingastörf er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.

 


Umsóknarfrestur frá:
13.10.2023
Umsóknarfrestur til:
31.05.2024
Tengiliður:
soley@sudurnesjabaer.is

Við hjá Suðurnesjabæ leitum reglulega að starfsfólki í fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu en hér getur þú lagt inn umsókn um starf í félagslegum stuðningi við börn og fullorðna en um er að ræða starf í tímavinnu. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma eftir að hefðbundnum vinnutíma lýkur.

 

Starfið byggir á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

 

Helstu verkefni

 

  • Stuðningur, ráðgjöf og leiðbeiningar við einstaklinga.
  • Félagsleg og tilfinningaleg styrking í tengslum við tómstundir, félagslíf, menntun og vinnu.

 

Hæfniskröfur

 

  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á að vinna með börnum og fjölskyldum
  • Hreint sakavottorð

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Sóley Gunnarsdóttir þroskaþjálfi í tölvupósti á netfangið soley@sudurnesjabaer.is og Sara Dögg Eiríksdóttir félagsráðgjafi í tölvupósti á netfangið sara@sudurnesjabaer.is

 

 Umsókn þín er virk í sex mánuði og verður óvirk eftir þann tíma. Hægt er að óska eftir að umsókn verði óvirkjuð innan þess tíma með því að senda póst á mannaudur@sudurnesjabaer.is Umsóknum um störf í tímavinnu er ekki svarað sérstaklega, en farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Við hvetjum þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Suðurnesjabæjar og sækja sérstaklega um ef að ákveðið starf vekur áhuga.

 

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum, fylgigögnum með umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Suðurnesjabæjar ekki eytt.

 


Umsóknarfrestur frá:
07.03.2024
Umsóknarfrestur til:
24.03.2024
Tengiliður:
Steinunn Anna Helgadóttir

Suðurnesjabær leitar að metnaðarfullum og duglegum einstaklingi í framtíðarstarf í dagdvöl aldraðra.. Um er að ræða 100% stöðugildi í dagvinnu.

 

Markmiðið með þjónustunni er að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Starfsfólk leitast við að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þjálfun þjónustuþega til að stuðla að auknu sjálfstæði þeirra
  • Aðhlynning og umönnun svo sem böðun og eftirlit með heilsufari
  • Aðstoða þjónustuþega við hreyfingu innandyra sem og utan
  • Aðstoð við félagsstarf og tómstundariðju
  • Aðstoð við heimilishald svo sem þvott, þrif og matseld
  • Þátttaka í skipulagi og undirbúningi starfsins

Menntunar- og hæfniskröfur

 

  • Þekking á málefnum aldraðra og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Hafa gaman að því að starfa með öldruðum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Sveigjanleiki og þjónustulund
  • Frumkvæði í starfi og jákvæðni
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli skilyrði

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. 

 

Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið leggur áherslu á að ráða til starfa fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á af þekkingu, ábyrgð og metnaði.

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2024. Áhugasamir einstaklingar sem uppfylla hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Anna Helgadóttir, forstöðumaður dagdvalar steinunn@sudurnesjabaer.is í síma 425-3192

 

Stjórnsýslu- og fjármálasvið
Starfsheiti
Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur frá:
14.03.2024
Umsóknarfrestur til:
31.03.2024
Tengiliður:
Árni Gísli Árnarson

Suðurnesjabær leitar eftir drífandi og þjónustulunduðum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa í móttöku sveitarfélagsins. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða í 90% starfshlutfalli með möguleika á framtíðarstarfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun júní.

 

Þjónustufulltrúi annast almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku sveitarfélagsins.

 

Þjónustufulltrúi hefur umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og samfélagsmiðlum ásamt því að taka þátt í skipulagningu og undirbúningi viðburða á vegum sveitarfélagsins, svo sem bæjarhátíðar.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn afgreiðsla, símsvörun og upplýsingagjöf
  • Aðstoðar íbúa og aðra viðskiptavini við að koma erindum sínum á framfæri við rétta aðila.
  • Skipulagning og undirbúningur viðburða á vegum sveitarfélagsins
  • Annast innsendan póst og útsendingu pósts.
  • Umsjón með innkaupum á skrifstofuvörum og innkaupa vegna viðburða.
  • Aðstoðar við undirbúning funda þegar við á.
  • Sinnir skjalavinnslu í samráði við skjalastjóra, s.s. bókun mála og erinda sem koma með tölvupósti.
  • Umsjón með upplýsingagjöf og uppfærsla á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt samfélagsmiðlum

 

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði.
  • Háskólamenntun er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði.
  • Framúrskarandi þjónustulund er skilyrði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

 

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi  stéttarfélags.

 

Suðurnesjabær er eitt fjögurra sveitarfélaga á Suðurnesjum og eru íbúar rúmlega 4.000 talsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag og samanstendur af íbúakjörnunum Garði og Sandgerði. Sveitarfélagið er ört stækkandi en mikil uppbygging er framundan hjá sveitarfélaginu, fjölgun íbúa og spennandi tækifæri til framtíðar á svæðinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Ráðið er í öll störf óháð kyni og er umsóknarfrestur til 31.mars 2024.

 

Áhugasamir einstaklingar sem uppfylla menntunar- og hæfniskröfur eru hvattir til að sækja um. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá

Nánari upplýsingar um starfið veitir Árni Gísli Árnason, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs í tölvupósti á netfang arnigisli@sudurnesjabaer.is

 

 

 

Sumarstörf
Starfsheiti
Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur frá:
14.03.2024
Umsóknarfrestur til:
31.03.2024
Tengiliður:
Unnur Ýr Kristinsdóttir og Eyjólfur Þór Magnússon

Suðurnesjabær auglýsir eftir áhugasömum  einstaklingum til að sinna flokkstjórn vinnuskóla og sumarstarfa 17 ára og eldri hjá sveitarfélaginu sumarið 2024.

 

Störfin eru fjölbreytt og sjá vinnuhópar m.a. um umhirðu, gróðursetningu, garðsláttur, þrif og hreinsun ásamt fleiri verkefnum. Flokkstjórar leiðbeina hópum ungmenna við ýmis garðyrkjustörf og fræðslu, auk annarra verkefna. Flokkstjórar halda skýrslu um mætingar og ástundun og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan.

 

Markmiðið er að gefa unglingum kost á sumarstörfum í umhverfi sem einkennist af fræðslu, kennslu, þjálfun og tómstundum. Lögð er áhersla á samskiptareglur, ástundun og vinnusemi og virðingu gagnvart vinnu, samstarfsfólki og bæjarbúum. Einnig eru grundvallaratriði í vinnubrögðum kynnt og notkun verkfæra.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skipulagning, eftirlit og stýring á vinnuhópum í samvinnu við umsjónarmann vinnuskóla og sumarstarfa
  • Almenn garðyrkjustörf í bæjarlandinu.
  • Þátttaka í starfi vinnuskólans ásamt ungmennunum
  • Leiðbeina ungmennum um rétt vinnubrögð
  • Skipuleggja verkaskiptingu og framkvæmd verkefna innan hóps.
  • Efla liðsheild og vinna með uppbyggileg samskipti
  • Annast ýmis skapandi verkefni og fræðslu

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri
  • Áhugi á umhverfismálum þarf að vera til staðar
  • Reynsla af störfum með unglingum er æskileg
  • Gott er að hafa mikla samskiptahæfni og skipulagsfærni
  • Umsækjandi þarf að vera góð fyrirmynd og samviskusamur
  • Vera til fyrirmyndar í hegðun og mætingu

 

Gerð er krafa um hreint sakavottorð við ráðningu

 

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðeigandi stéttarfélag.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.sudurnejsabaer.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi fyrir hæfi til að sinna starfinu.

 

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Ýr Kristinsdóttir (unnuryr@sudurnesjabaer.is)  og Eyjólfur Þór Magnússon (eyjolfur@sudurnesjabaer.is ) í síma 425-3000.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?