Þjónustumiðstöðvar
Þjónustumiðstöð Suðurnesjabæjar sinnir margvíslegum verkefnum og sem snúa að þjónustu við íbúa og stofnanir bæjarins.
Starfsmenn þjónustumiðstöðva annast viðhald á vegum bæjarins ásamt því að sjá um hálkuvarnir og snjómokstur á götum og göngustígum innan samgangnakerfisins.
Starfsmenn þjónustumiðstöðva aðstoða vinnuskóla, sjá um umhirðu og fegrun útivistarsvæða og lóða.
Undir starfsemi þjónustumiðstöðva fellur rekstur stærri og smærri tækja bæjarins.
Þjónustumiðstöðvar eru staðsettar á tveimur stöðum:
- Strandgötu 13, Sandgerði
- Gerðavegi 11, Garði
Sími: 425 3045
Opnunartími þjónustumiðstöðva:
- Mánudaga - fimmtudaga kl. 7:30 - 17:00
- Föstudaga kl. 7:30 - 13:00
Umsjón með starfsemi þjónustumiðstöðva hefur Haraldur Hinriksson