Fara í efni

Ungmennaráð

1. fundur 09. júlí 2021 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsinu í Sandgerði
Nefndarmenn
  • Hafþór Ernir Ólason aðalmaður
  • Salome Kristín Róbertsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðrún Vilmundardóttir aðalmaður
  • Jóhann Helgi Björnsson aðalmaður
  • Sara Mist Atladóttir aðalmaður
  • Heba Lind Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Irma Rún Blöndal aðalmaður
Fundargerð ritaði: Rut Sigurðardóttir deildarstjóri frístundaþjónustu
Dagskrá

1.Erindisbréf ungmennaráðs Suðurnesjabæjar

1808028

Erindisbréf Ungmennaráðs Suðunesjabæjar til kynningar.
Afgreiðsla: Lagt fram

2.Kosning í embætti.

2104080

Kosið í embætti Ungmennaráðs.
Afgreiðsla:
Hafþór Ernir Ólason kjörinn Formaður Ungmennaráðs, samþykkt samhljóða.
Heba Lind Guðmundsdóttir kjörinn Ritari Ungmennaráðs, samþykkt samhljóða.

3.Siðareglur

2104080

Siðareglur Ungmennaráðs Suðurnesjabæjar settar fram.
Afgreiðsla: Siðareglur ungmennaráðs Suðurnesjabæjar yfirfarnar samþykktar.

4.Ungmennaráð 2021-2022

2104080

Umræður um verkefni og fundartíma fyrir starfsárið rætt.
a)Umræður um lengri opnunartíma á hoppudýnunum fyrir ungmenni í sveitarfélaginu.
b)Umræður um möguleikann á að kaupa ís í sjoppunni í Sandgerði.
c)Umræður um stærri stóla og borð fyrir unglingastig í Gerðaskóla.
d)Umræður og hugmyndir ræddar um nýja bæjarhátíð í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
a) Ungmennaráð felur starfsmanni að kanna málið hvort hægt að lengja opnunartíma hoppudýnanna.
b) Ákveðið að taka málið upp aftur á næsta fundi.
c) Ákveðið að taka málið upp aftur á næsta fundi.
d) Ungmennaráð óskar eftir því að fá að funda með bæjarhátíðarvinnuhópnum.

5.Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2021

2105046

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði kynnt.
Afgreiðsla: Hafþór Ernir Ólason og Sara Mist Atladottir lýstu yfir áhuga á að fara á ráðstefnuna, starfsmaður ætlar að kanna hvort hægt sé að gera undanþágu vegna aldurstakmarkanna.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni síðunnar?