27. desember 2024
Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur samþykkt að gera breytingar á gjaldskrá sundlauga, en undanfarin ár hafa íbúar Suðurnesjabæjar ekki greitt fyrir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins.
Ákvörðun þessi kemur í kjölfar álits innvitaráðuneytisins. Niðurstaða álitsins er að samkvæmt við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar er sveitarfélögum ekki heimilt að útfæra gjaldskrár sundstaða þannig að í þeim felist mismunun á grundvelli lögheimilisskráningar og búsetu.
Núgildandi íbúakort með gjaldfrjálsum aðgangi að sundlaugum sveitarfélagsins munu gilda til 5.febrúar 2025.
Almenn verðskrá gildir fyrir alla gesti sundlauganna á aldrinum 18-67 ára.
Verð á árskortum í sundlaugar Suðurnesjabæjar verður lækkað niður í 25.000 kr. og verða þessi kort seld með sérstökum 30% afslætti fram til 5.febrúar 2025.
Öll börn á aldrinum 0-18 ára fá gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugunum.
Alllir sundlaugagestir 67 ára og eldri fá einnig gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugunum.