Fara í efni

Veitur

Suðurnesjabær á og rekur dreifikerfi fyrir ferskvatn í Sandgerði. Ferskvatn fyrir Sandgerði er tekið úr vatnsbóli í eigu HS Orku sem staðsett er í Lágum í Grindavík.

Stofnlögn vatnsveitu liggur samhliða Sandgerðisvegi að hluta og samsíða háspennulínu í jörðu milli Sandgerðis og Rockville.

HS Veitur annast rekstur og viðhald á stofnlögn vatnsveitu sem kemur inn í þéttbýlið á móts við Dynhóla að aðveitustöðinni við Fitjar þar sem Vatnsveita Suðurnesjabæjar tekur við og veitir inn á dreifikerfið sem leiðir vatn í húsnæði í Sandgerði.

Vatnsveita Suðurnesjabæjar fullnægir vatnsþörf viðskiptavina sinna og tryggir nægjanlegt vatn til slökkvistarfa. Áhersla er lögð á gæði, magn og afhendingaröryggi vatnsins.

Vatnsveita Suðurnesjabæjar er í umsjá skipulags- og umhverfissviðs, umhverfismiðstöð Suðurnesjabæjarbæjar sér um daglegan rekstur og viðhald.

Getum við bætt efni síðunnar?