Fara í efni

Veitur

Suðurnesjabær á og rekur dreifikerfi fyrir ferskvatn í Sandgerði. Ferskvatn fyrir Sandgerði er tekið úr vatnsbóli í eigu HS Orku sem staðsett er í Lágum í Grindavík.

Stofnlögn vatnsveitu liggur samhliða Sandgerðisvegi að hluta og samsíða háspennulínu í jörðu milli Sandgerðis og Rockville.

HS Veitur annast rekstur og viðhald á stofnlögn vatnsveitu sem kemur inn í þéttbýlið á móts við Dynhóla að aðveitustöðinni við Fitjar þar sem Vatnsveita Suðurnesjabæjar tekur við og veitir inn á dreifikerfið sem leiðir vatn í húsnæði í Sandgerði.

Vatnsveita Suðurnesjabæjar fullnægir vatnsþörf viðskiptavina sinna og tryggir nægjanlegt vatn til slökkvistarfa. Áhersla er lögð á gæði, magn og afhendingaröryggi vatnsins. Vatnsveitan er í umsjá skipulags- og umhverfissviðs. Umhverfismiðstöð Suðurnesjabæjarbæjar sér um daglegan rekstur og viðhald.

Umsókn um heimlögn vatnsveitu

Gjaldskrá vatnsveitu - PDF

Gjaldskrá vatnsveitu í þéttbýlinu í Sandgerði, Suðurnesjabæ.

1. gr.
Gjaldskylda.

Suðurnesjabær innheimtir gjald fyrir lagningu heimæðar skv. 5. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004.
Jafnframt innheimtir sveitarfélagið vatnsgjald og notkunargjald skv. 6. og 7. gr. laganna.

2. gr.
Ráðstöfun gjalda.

Tekjum sveitarfélagsins vegna heimæðargjalds vatnsveitu skal varið til vatnsveituframkvæmda og skal gjaldið taka mið af gerð, stærð og lengd heimæða.

Vatnsgjald, ásamt öðrum tekjum vatnsveitu, skal standa undir rekstri vatnsveitunnar, þ.m.t. fjármagnskostnaði, og fyrirhuguðum stofnkostnaði samkvæmt langtímaáætlun veitunnar.

3. gr.
Heimæðargjald vatnsveitu.

Heimæðargjald vatnsveitu fylgir byggingarvísitölu. Grunnvísitala er byggingarvísitala nóvembermánaðar 2023, 116,4 stig.

Þvermál heimæðar PE- mm Verð í kr. miðast við byggingarvísitölu hvers mánaðar. Grunnvísitala er 116,1 stig í nóvember 2023. Verð í kr. per. metra umfram 30 metra
32 389.898 5.901
40 545.855 5.901
50 779.792 5.901
63 1.104.707 6.977
75 1.494.603 8.053
90 1.949.485 9.127
110 2.729.277 10.203
Tenging til bráðabirgða 103.973  

 

Gjöldin miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt á frostfríu dýpi frá tengistað vatnsveitu sveitarfélagsins við lóðamörk, að tengistað (inntaksstað) mannvirkis, og að lega og frágangur ídráttarrörsins hafi verið tekinn út og samþykktur af starfsmönnum vatnsveitu.

Innifalið í heimæðargjaldi er allt að 30 metra lögn. Ef heimæð er lengri en 100 metrar skal samið sérstaklega um heimæðargjald. Heimæðargjald fyrir aðrar stærðir en nefndar eru er reiknað út hjá vatnsveitu sveitarfélagsins.

4. gr.
Aukagjöld vegna sérstakra aðstæðna

Við sérstakar aðstæður, s.s. vegna frosts í jörðu og sprengingar á klöpp skal greitt sérstakt álag er nemur 25% sem leggst ofan á heimæðargjald skv. 3. gr.

Þurfi að koma til dælingar vegna vatnsaga við lagningu heimæða, skal lóðarhafi greiða eftirfarandi:

Vatnsdæla 5.000 kr./sólarhring
Rafstöð fyrir dælu 10.000 kr./sólarhring

 

Heimilt er að krefja byggingaraðila um greiðslu fyrir tengingu og aftengingu á byggingarvatni samkvæmt útlögðum kostnaði vatnsveitu. Sama gildir ef ídráttarrör vantar eða ídráttarrör reynast ónothæf.

5. gr.
Vatnsgjald

Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum i sveitarfélaginu sem vatns geta notið.

Álagningarstofn gjaldsins skal vera fasteignamat viðkomandi fasteigna. Fjárhæð gjaldsins skal nema 0,138 % af fasteignamati viðkomandi fasteignar, ásamt lóð.

6. gr.
Notkunargjald

Þar sem vatn frá vatnsveitu er notað til atvinnustarfsemi eða annars en venjulegra heimilisstarfa, skal innheimt sérstakt notkunargjald. Fjárhæð notkunargjaldsins er 24,9 krónur á rúmmetra (m3) vatns samkvæmt mælingu.

Notkunargjaldið tekur mið af vísitölu byggingarkostnaðar, grunnvísitala nóvembermánaðar 2023 er 116,4 stig. Gjaldið skal uppfært miðað við vísitöluhækkanir einu sinni á ári, í janúar.

Í þeim tilvikum þegar um óvenjumikil kaup á vatni er að ræða eða vatn er keypt til sérstakrar framleiðslu er heimilt að gera sérstakt samkomulag við kaupanda um endurgjald fyrir vatnið.

 7. gr.
Mælaleiga

Þeim sem greiða skulu notkunargjald skv. 6. gr. skulu látnir i té vatnsmælar. Notandi skal sjá fyrir aðstöðu fyrir mæli. Vatnsveita er eigandi mælana og skal greidd fyrir þá ársleiga sem hér segir:

Stærð mælis Mælaleiga á ári
<Ø20 mm 18.975 kr.
<Ø32 mm 24.668 kr.
<Ø40 mm 27.514 kr.
<Ø50 mm 33.204 kr.
<Ø65 mm 40.321 kr.
<Ø80 mm 54.551 kr.
>100 mm 106.735 kr.

 

 Mælaleigan tekur mið af vístölu byggingarkostnaðar. Grunnvísitala er vísitala janúar-mánaðar 2023, 116,4 stig.

8. gr.
Gjalddagar

a)      Heimæðargjald: Gjalddagi heimæðargjald vatnsveitu miðast við útgáfu byggingarleyfis. Í þeim tilvikum er lóðarhafi, með samþykki framkvæmda- og skipulagsráðs, nýtir lóð undir annað en byggingu mannvirkis miðast gjalddagi heimæðargjalds við tengingu heimæðar.

Gjöldin skulu greidd eða um þau samið innan 20 daga frá gjalddaga.

b)      Vatnsgjald: Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og bæjarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

c)      Notkunargjald: Gjalddagar notkunargjalds eru á þriggja mánaða fresti. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.

d)      Mælaleiga: Gjalddagi leigugjalds fyrir mæli er 1. febrúar. Eindagi er 20 dögum eftir gjalddaga.

9. gr.
Greiðsluskilmálar

Heimilt er að semja um greiðslur heimæðargjalda vatnsveitu til allt að 18 mánaða frá gjalddaga. Allar greiðslur skulu bera almenna bankavexti.

10. gr.
Innheimta o.fl.

Skráður eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds en notandi, ef hann er annar en fasteignareigandi, ber ábyrgð á greiðslu notkunargjalds.

Gjöldin njóta lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum í næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.

Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.

Notkunargjald og leigugjald fyrir mæli, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum er heimilt að taka fjárnámi.

11. gr.
Gildistaka

Gjaldskrá þessi, sem öðlast þegar gildi, er samin og samþykkt af bæjarstjórn  með heimild í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga, 11. gr. reglugerðar um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 og III. kafla vatnalaga nr. 15/1923.

 

Samþykkt á 63. fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar 13. desember 2023 

________________________________
Magnús Stefánsson, bæjarstjóri
13. desember 2023

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?