Fab Lab Suðurnes
Búið er að opna nýja Fab Lab nýsköpunarsmiðju í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, gengið inn frá Faxabraut.
Smiðjan er opin öllum sem vilja vinna að nýsköpunarverkefnum, búa til frumgerðir, læra á stafræn framleiðslutæki eins og t.d. þrívíddarprentara, leiser skera, viðarfræsara eða annan búnað.
Fab Lab smiðjur eru frábær vettvangur til nýsköpunar og eru búnar tölvustýrðum tækjum og tólum til þess að gera frumgerðir og efla þekkingu á stafrænni framleiðslutækni.
Boðið verður upp á formlegt nám og ýmis námskeið í smiðjunni.
Hægt er að fá frekari upplýsingar í gegnum netfangið fablab@fss.is eða í síma 862-0648. Einnig á Facebook síðunni https://www.facebook.com/FabLabSudurnes.